Saga - 2017, Side 154
og súðar, en breidd baðstofunnar hlaut að reyna á þolmörk hins
mögulega ef hún átti að halda veðri og vindum.
Í Laxárnesi var timbur notað til innri klæðningar í meira mæli en
venja var. Gólf voru uppbyggð, gangur milli baðstofu og bæjardyra
var þiljaður að innan og súð var yfir bæjardyrum og eldhúsi. Þótt
hverskyns múrverk væri annars sjaldgæft, enn sem komið var, þá
var skilrúm milli rýma múrað í binding. Í Laxárnesi var eina hlaðan
sem getið er í úttektarbókinni fyrir aldamótin 1900 og raunar eina
byggingin sem sögð er hafa verið með timburklæddu þaki.
Samkvæmt manntali árið 1880 voru átján manns í heimili, þar af
sex börn tíu ára og yngri auk fjórtán ára fósturbarns. Þótt gera megi
ráð fyrir að yngstu börnin hafi legið í sérstakri vöggu, með foreldr-
um sínum í rúmi eða mörg saman, má reikna sér til um að öll rúm
hafi verið tvísetin. Þetta er þó óvíst þar sem verið getur að rúm -
stæðum hafi verið fyrir komið víðar, til dæmis á lofti yfir bæjardyr-
um, þótt það sé ekki tekið fram.
Flekkudalur
Húsakostur í Flekkudal var tekinn út 24. júní árið 1872:
1) Baðstofa 4 álnir á lengd, 5 álnir á breidd með einum glugga,
biluð að veggjum og viðum. Gjörist álag 7 rdl
2) Eldhús 5 álnir á lengd, 3½ alin á breidd, hálft úttekið,
stæðilegt ekkert álag.
3) Búr 3½ alin á lengd, 2¾ álnir á breidd, allt úttekið.
4) Bæjardyr, dyr með grind og þili og hurð á járnum, 6 álnir á
lengd, 2¼ alin á breidd, gjörist ei álag — hálft úttekið.
5) Göng frá baðstofu til bæjardyra, stæðilegt.
6) Fjós fyrir 6 kýr, gjörist álag á hálft 64 sk
7) Smiðja 5 álnir á lengd, 2¼ alin á breidd, með þili, ólæst,
ekkert álag, hálft úttekið.
8) Hesthús fyrir 2 hesta, ekkert álag.
9) Heygarður, allur 18 faðmar, á hann hálfan gjörist álag 64 sk
Hálflendu þessari fylgir 2 kúgildi, 1 kýr og 6 ær.
Það sem óúttekið er af húsum jarðarinnar, af baðstofu 6
álnir á lengd,
með sömu breidd og hinar fjórar og fjárhús fyrir 12 kindur.
Allt álag 8 rdl og 32 sk36
gunnar sveinbjörn óskarsson152
36 Sama heimild, bls. 22–23.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 152