Saga - 2017, Síða 155
Efri Flekkudalur var aftur tekinn út 16. maí 1874. Í sumum tilvikum
var langt á milli ábúendaskipta og þá ekki vitað hvort eða hvernig
lagfæringum og viðhaldsverkum var fylgt eftir, en í hér var ástand
húsa metið aðeins tveimur árum síðar, þegar nýr leiguliði tók við
jörðinni. Álag að upphæð þrír ríkisdalir var nú gert á bæjardyr, sem
voru sagðar mjög bilaðar, og af átján faðma heygarði voru ellefu
faðmar fallnir, álag einn ríkisdalur og 80 skildingar. Baðstofan var
tekin út í fullri stærð og sögð vera „á lengd 9 ½ alin, á breidd 5 ¼
alin, með einum glugga“.37
Baðstofur, níu að tölu, sem teknar voru út í kjósarhreppi árin
1873–1877, voru um 12,5 fermetrar að meðaltali samkvæmt úttektar -
bók. Baðstofan í Flekkudal var hinsvegar um 19,7 fermetrar, rúm -
lega sjö fermetrar umfram meðalstærð þeirra ára og raunar vel yfir
meðalstærð þótt litið sé til úttekta allt til aldamótanna 1900. Bæjar -
dyr og heygarður höfðu látið furðumikið á sjá á aðeins tveimur
árum.
Næst liðu rúmir tveir áratugir milli úttekta og voru húsakynni í
Flekkudal tekin út 13. maí árið 1895:
Eftir úttekt af 16. maí 1874 eiga jörðinni að fylgja þessi hús:
1. Baðstofa á lengd 9½ alin, 5¼ alin á breidd, með einum
glugga. Ekki tekið fram hvernig byggð. Afhendist hún af
sömu stærð byggð á bekk, 7 sperrum, tilheyrandi stöfum,
1½ alin á hæð, fótstykkjalaus og ekki skástilltar, bind-
ingar tvær. Þilgafl er í öðrum enda niður fyrir gluggaop,
gluggi í honum sem að fylgir ekki baðstofunni, farvi
borinn á þiljur og gólf og glugga í öðrum stafni. Súðin
biluð á annari hliðinni og grindin á þeirri hliðinni nokkuð
biluð. Því gjörist álag á baðstofuna kr. 14,00
2. Búr 3½ alin á lengd, 3 álnir á breidd grindarlaust. Það er
nú nokkru stærra og með grind, er því talið í góðu standi
í þeirri stærð sem það á að vera, því viðkomandi á að svara
því eftir, svo sem það upphaflega var.
3. Eldhús 5 álnir á lengd, 3½ alin á breidd. Byggt með þrem-
um sperrum og tilheyrandi stöfum. Veggirnir nokkuð bil-
bilaðir og viðir veikir. Álag því gjört á það kr. 5,00
4. Bæjardyr 6 álna langar, 2¼ alin á breidd. Byggt með grind,
fjórum sperrum, þili að framan og hurð á járnum. Álag
á þær gjört kr. 6,00
torfbær á tímamótum 153
37 Sama heimild, bls. 26–27.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 153