Saga - 2017, Page 159
Torfbær á tímamótum
Úttektarmenn skráðu það sem aflaga fór milli úttekta og mátu álag.
Af því efni má ráða að viðhaldsþörf torfhúsa hafi verið mikil og
stöðug, en þeir gerðu ekki tillögur um úrbætur, hvað þá að þeir
legðu til hugmyndir um bætta eða breytta húsagerð. Einn maður
skar sig þó úr. Þórður Guðmundsson, hreppstjóri á Neðra-Hálsi og
úttektarmaður með langa reynslu, ritaði grein í Ísafold árið 1891, sem
hann nefndi „Torfbæir og timburhús“, og þar tók hann svo sannar-
lega afstöðu. Greinin hefst á þessum orðum:
Ég er því í fyllsta lagi samdóma, að nauðsyn beri til, ef unnt væri, að
losast við moldarhús, sér í lagi torfþök, bæði á heyjum og húsum. Ég
sannfærist æ betur og betur um það af reynslunni, sem einn landsins
mesti vísinda- og framfaramaður og föðurlandsvinur á þessari öld sagði
við mig oftar en einu sinni, að torfbyggingar og torfskurður væri einhver
hin versta landplága vor, öllu verri en eldur og ís; væri bæði efnatjón og
heilsutjón; fenin og foræðin, sem kæmu upp úr torfflögunum, skemmdu
loftið; myrkrið og slaginn og loftleysið inni í moldarhíbýlunum væri sá
óvinur lífsins, er það fengi eigi staðist óveiklað, og að aldrei mundum við
úr kútnum komast fyrr en við losuðumst við landplágu þá.39
Þórður horfði til breyttra tíma og breyttra lífshátta þar sem auknar
kröfur voru gerðar til híbýla. Að hans mati var álitamál hvort
þessum kröfum hefði verið sinnt nógu skynsamlega. Húsin voru
ásjá legri og stærri en síður varanleg en hingað til. Baðstofurnar voru
nú breiðari en áður. Þórður nefndi allt að 4,5 metra, en ef aðeins er
notað timbur umfram jarðefni er breidd yfir fjórum metrum þó
frekar ósennileg, sé tekið mið af úttektarbókinni, enda sagði hann
aukna breidd hafa í för með sér minni þakhalla og lekari þök.40
Timbur gaflar voru í vaxandi mæli komnir í stað torfgafla og voru
þeir að hans mati oft illa gerðir og héldu vart vatni og vindum. Hvort
tveggja, breiðari þök og óvandaðir gaflar, olli raka og kulda í húsum
að mati Þórðar.
Þórður vitnaði til fyrri skrifa í Ísafold um endurbætur húsa sem
virðast hafa verið lífleg um þær mundir. Hann nefnir greinar eftir
tvo snikkara, Svein Sveinsson og Einar J. Pálsson. Sveinn ritaði grein
torfbær á tímamótum 157
39 Þórður Guðmundsson, „Torfbæir og timburhús“, Ísafold 23. maí 1891, bls. 161–
162.
40 Þórður notar miðstig. Minni þök láku þá væntanlega líka í einhverjum mæli.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 157