Saga - 2017, Síða 160
í Ísafold í febrúarmánuði sama ár og mælti eindregið með breyttri
húsagerð. Hann vitnaði til eigin reynslu og fann torfbænum ýmis -
legt til foráttu. Meðal annars taldi hann enga trégrind svo sterka að
hún svignaði ekki undan torfveggjum sem að henni hölluðust.
Hann taldi jafnframt ekki hættandi á að hafa torfþak breiðara en sex
álnir (um 3,8 m, sem rímar við baðstofuna í Laxnesi 1884), því ann -
ars mætti búast við leka. Raunar væri hætta á að viðir bognuðu af
þynglsum og safnaðist þá vatn í laut í þakinu, sem læki síðan niður
og ylli fúa í veggjum. Niðurstaða Sveins var að best væri að hætta
byggingu torfbygginga.41
Þökin voru erfið viðfangs en Þórður kaus að bæta torfbæinn, ef
unnt væri, fremur en að hafna honum og nú var létt og vatnshelt
efni í boði. Með því var unnt að spanna yfir stærri rými með minni
þakhalla en hefðbundna torfþakið leyfði. Töfraefnið var bárujárn
sem Þórður sagði að nota mætti sem þakklæðningu á hús þar sem
útveggir væru byggðir úr torfi og grjóti. Hann vildi vanda verkið og
lagði til að þök væru höfð hæfilega brött og að þakklæðning væri
látin ná út yfir veggi þeim til varnar. Hann fjallaði nánar um þak-
gerðina, burð, ytri og innri klæðningu og einangrun. Síðan kom
hann að kostnaði, taldi þá aðila sem fjallað hefðu um byggingarmál
hafa stórlega vanreiknað kostnaðartölur og rakti eigin reynslu þegar
hann byggði íbúðarhús úr timbri á Neðra-Hálsi. Hann fór nokkrum
orðum um viðhald og endingu hefðbundinna baðstofa. Vissulega
þyrftu þær stöðugt viðhald en til væru dæmi um baðstofur sem
orðnar væru 20–40 ára gamlar og enn mætti láta þær standa með
góðu viðhaldi. Ekki er viðmiðunartíminn langur, en Þórður tiltók
ekki hve mikið hann taldi mega lengja hann. Þótt timburhús væru
varanlegri byggingar en torfbærinn þyrftu þau líka viðhald. Óvar -
legt væri að treysta þeim tölfræðilega samanburði að timbur hús yrðu
bændum ódýrari en hefðbundni torfbærinn þegar reiknað væri með
langtímaviðhaldi. Þórður vildi sjá framfarir og lagði til að farið væri
bil beggja milli torfbæjar og nýrra hátta. Hér átti Þórður sam ræður
við Einar J. Pálsson, sem birti grein sína í febrúar sama ár í tveimur
áföngum. Þar reiknaði Einar kostnað við smíði og viðhald timbur-
húsa, bar hann saman við torfhús og færði rök fyrir því að kostnaður
af viðhaldi torfhúsa gerði þau að lokum dýrari en timbur húsin.42
gunnar sveinbjörn óskarsson158
41 Sveinn Sveinsson, „Um húsagjörð“, Ísafold 4. febrúar 1891, bls. 37–38.
42 Einar J. Pálsson, „Enn um húsabætur“, Ísafold 21. og 25. febrúar 1891, bls. 57–
58 og 61–62.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 158