Saga - 2017, Page 161
Þórður dró niðurstöður Einars í efa og áleit viðsjárvert að van -
meta kostnað við smíði timburhúsa og freista manna til fjárfestinga
sem væru þeim um megn. Hann taldi framför í að klæða húsþök
með járni, eða öðru vatnsþolnu og endingargóðu efni, þótt veggir
yrðu áfram byggðir úr jarðefnum. Skipulagi bæjarhúsa vildi hann og
breyta á þann veg að allt íbúðarrými væri undir einu þaki. Hæfilega
stórt íbúðarhús fyrir tíu til tólf manns væri tíu álna langt og átta álna
breitt, „á bekk (ekkert loft) og með kjallara undir, tvær álnir minni á
hvern veg“. Hér átti Þórður væntanlega við innanmál eftir hefðinni
en samkvæmt því væri nettógrunnflötur um 31,5 fermetrar og
kjallari að auki, um 25 fermetrar. Burðarvirki í húsi af þessari stærð
er trúlega alfarið úr timbri og torfið hjúpur og ein angrun.
Þótt blendin húsgerð af þessu tagi væri sparlega innréttuð og
eitt og annað notað úr gamla torfbænum gat hún samt orðið hin -
um efnaminni ofviða. Þórður benti á að meirihluti bænda væri leigu -
liðar og að ábúð væri ótrygg til langframa. Að mati hans var hætt
við að ágóðinn lenti hjá landsdrottni, en hann vildi fá aðra og
sanngjarnari niðurstöðu. Raunar eru þessi ummæli Þórðar um -
hugs unarverð í ljósi þess að í úttektum er þess margsinnis getið að
fráfarandi ábúendum eða dánarbúum hafi verið umbunað fyrir
endurbætur húsakynna og byggingar umfram hið leigða, til að
mynda á Þor valds stöðum í Hvítársíðu 1843, í Fljótstungu 1849 og
á Möðru völl um í kjós 1890 svo sem fyrr er ritað. Þess ber þó að
geta að auk þess að vera hreppstjóri var Þórður sveitarstjórnar -
maður frá 1875 til æviloka 1921 og lengst af oddviti. Í krafti þeirrar
stöðu hefur hann því væntanlega verið gjörkunnugur högum sveit-
unga sinna.43
Þórður taldi að bændur sem hefðu eignarráð á býlum sínum
ættu að bæta húsakynni sín eftir ofangreindum aðferðum, eða öðr -
um betri, eftir því sem þeir hefðu tök á. Jafnframt væri óskandi að
sem flestir landeigendur áttuðu sig á nauðsyn þessa og legðu
annað hvort sjálfir fram fjármuni til endurbóta eða skuldbyndu sig
til þess að greiða fráfarandi ábúendum, lífs eða liðnum, endurbætur
á sanngjörnu verði.
torfbær á tímamótum 159
43 ÞÍ. Lestrarsalur. Manntal 1901. kjósar- og Mýrasýsla. Á fylgiblöðum með
manntali úr Reynivalla- og Saurbæjarsókn eru skráðir eigendur jarða í kjósar -
hreppi. Þar kemur fram að af 42 ábúendum í hreppnum voru 28 leiguliðar eða
tveir af hverjum þremur ábúendum. Sjá um æviferil Þórðar og trúnaðarstörf:
Haraldur Pétursson, Kjósarmenn, bls. 129–130.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 159