Saga - 2017, Blaðsíða 162
Þórður ritaði um bárujárn eins og hann hefði af því nokkra
reynslu, en það mun hafa borist til landsins upp úr 1870.44 Notkun
þess hefur þó tæpast verið algeng í kjósinni fyrr en á fyrstu árum
tuttugustu aldar. Þess er hvergi getið í úttektarbókinni fyrr en árið
1903 en þá var tekin út hlaða í Eyjum og var þak hennar klætt báru-
járni. Árið 1916 seldi Þórður ábúðarjörð sína.45 Síðasta úttektin var
bókuð í úttektarbókinni og er hún ítarleg. Hefðbundið byggingarlag
gamla torfhússins er enn að finna í útihúsunum en úttektin sýnir
framvindu til nýrra hátta og raunar nokkurt samræmi á milli hug-
mynda Þórðar og gjörða. Hús eru talin í tólf liðum og voru þau mis-
jöfn að gerð og gæðum. Íbúðarhúsið var timburhús, upphaflega
byggt 1884, og komu jarðefni þar ekki við sögu. Í úttektarbók segir
að það hafi verið endurbyggt að mestu og nú klætt tjörupappa og
járni, en þess er ekki getið hvernig það var klætt í upphafi. Auk
íbúðarhúss voru tvö útihús byggð alfarið úr varanlegum efnum.
Tvö fjárhús og hesthúskofi voru hinsvegar hefðbundin torfhús og í
öðrum útihúsum mátti sjá blandaða tækni. Þar voru veggir ýmist
hlaðnir úr torfi og grjóti eða byggðir úr timbri og járnklæddir að
utan. Þök voru járnklædd timburþök.46
Samanburður
Í úttektum er algengast að bæjarhús séu talin í sex til átta tölusettum
liðum, í stöku tilvikum þó mun fleirum. Í Hvolhreppi eru sjaldnast
talin önnur bæjarhús en baðstofa, búr, eldhús, bæjardyr, göng og
fjós. Í Hvítársíðu er, auk ofantalinna húsa, smiðja á öllum nefndum
bæjum og heygarður á fimm bæjum af sex. Sama á við um kjósar -
hrepp og þar eru stundum talin fjárhús og hesthús og stöku sinnum
fleiri hús í eigu landeiganda. Flest bæjarhúsa voru í eigu land eig -
enda og voru þau metin til álags, en dæmi voru þó um gripahús,
skemmur og smiðjur sem gátu verið eign leiguliða. Af því má ráða
að ólíklegt sé að leiguliðar hafi átt óskráð húsakynni á borð við
stofur eða skála. Ósennilegt er yfirleitt að fyrirfundist hafi húsa -
kynni umfram þau sem skráð eru sem máli skipta fyrir þessa rann-
sókn. Stærðarmunur húsakynna, hvort sem er innan héraða eða
gunnar sveinbjörn óskarsson160
44 Hjörleifur Stefánsson, Af jörðu, bls. 85.
45 ÞÍ. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og kjósarsýslu, Afsals- og veðmálabók XIX
19, 1915–1916, nr. 294 og 295, bls. 418–421.
46 ÞÍ. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og kjósarsýslu PD/3, 4. Úttektarbók fyrir
kjósarhrepp 1868–1916, bls. 358–365.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 160