Saga - 2017, Page 163
milli héraða, á sér að líkindum efnahagslegar forsendur sem m.a.
koma fram í mismikilli timburnotkun og þeirri staðreynd að fyrstu
timburhúsin risu yfirleitt þar sem efnahagur var góður, en ítarlegri
rannsókn úttektarbóka getur ef til vill skýrt þá mynd nánar.
Stærðarmörk ráðast af efnahag, byggingaraðferð og tæknilegum
eiginleikum byggingarefna. Í því samhengi eru frávik frá meðaltali
áhugaverð sem merki um framvinduna. Stærðarmörk verða vart
reiknuð af nákvæmni en hafa má úttekt í Laxárnesi í kjós 1884 — á
eignarjörð Þórðar Guðmundssonar hreppstjóra — til marks um hvar
þau lágu. Þau mörk vildi Þórður yfirstíga og vissulega var það
mögulegt með breyttri efnisnotkun.
Nánast engar upplýsingar eru í úttektum úr kjósarhreppi eða til-
vitnuðum úttektardæmum af Hvítársíðu um hvenær byggt var eða
hvenær viðhaldsverk voru unnin. Mislangt var milli úttekta, sumir
bæir komu sjaldan við sögu en aðrir oftar. Eflaust hafa menn verið
misfærir til verka en einnig þar skortir heimildir. Af þessum ástæð -
um verða tilvitnaðar heimildir ekki notaðar til tölulegs samanburðar
um forgengileika og viðhaldsþörf. Hinsvegar er ályktað að þar sem
húsakynnum var nánast alltaf ábótavant — hvort sem um var að
ræða langan eða skamman tíma milli úttekta — hafi viðhaldsþörfin
verið mikil og stöðug. Gallar eru metnir í álagsupphæðum en erfið -
ara er að gera sér grein fyrir hvernig þeir komu niður á daglegu lífi
heimilisfólks, til að mynda þar sem baðstofur voru bilaðar að viðum
og veggjum, viðir fúnir eða húshlutar snaraðir. Hver sem mæli -
kvarð inn var þá brugðust menn við þegar færi gafst, fyrst með því
bæta ókosti torfbæjarins með nýjum efnum og þegar frá leið með
því að taka upp aðrar byggingaraðferðir.
Þórður Guðmundsson dró ekki tilvitnuð ummæli í upphafi
greinar sinnar í Ísafold, um að torfhús væru landsplága, í efa. Samt
var honum ekki í mun að hafna torfbænum alfarið. Þvert á móti
benti hann á leiðir til þess að bæta ókosti hans, svo sem stöðugan
viðhaldsvanda, með nýjum aðfluttum efnum. Hreppstjóra, oddvita
og reyndum úttektarmanni voru jafnljósar tæknilegar hliðar málsins
sem þær efnahagslegu. Hann mælti með endurbótum í stað þess að
taka alfarið upp nýja hætti. Þá afstöðu byggði hann ekki á eiginleik-
um eða gæðum torfsins sem byggingarefnis heldur efnahagslegum
forsendum. Torfið var nærtækt og ábúandi sótti það eftir þörfum á
ábýlisjörð sinni.
Ekki eru þó allir sammála um viðhaldsvandann. Í grein Sigur -
jóns Baldurs Hafsteinssonar, „Museum politics and turf-house her-
torfbær á tímamótum 161
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 161