Saga - 2017, Page 165
hann glataði þar með einkennum sínum, ásýnd, sál, sjarma eða menn -
ingargildi.
Benda má á að afstaða manna og væntingar taka stöðugum
breyt ingum. Til marks um það má hafa grein Orra Vésteinssonar,
„Hnignun, aðlögun eða framför?“ Leiðarhnoð Orra er jákvæð sýn á
framvindu sögunnar og hann hafnar kenningum sem halda því
fram að heimur fari versnandi og að hans mati skiptist sagan ekki í
blóma- og hnignunarskeið. Allt frá landnámi var torfhúsið sífellt
aðlagað nýjum og breyttum aðstæðum og sé gert ráð fyrir að heim-
urinn fari batnandi — að menn leitist a.m.k. ævinlega við að bæta
lífskjör sín og umhverfi með öllum tiltækum ráðum — má finna því
sjónarmiði stað að þúsund ára saga torfbæjarins vitni um stöðuga
framför.49 Og enn má vænta framfara. Aðflutt efni breyttu svipmóti
og eiginleik um torfhússins til muna. Þegar grasþakið hvarf fékk
húsið allt aðra ásýnd. Þegar gaflar og þök voru byggð úr timbri og
klædd utan með bárujárni, voru langveggirnir einir eftir til marks
um að hér væri torfbær. Þegar svo var komið að torfið var einungis
hjúpur og einangrun á misstórum hluta útveggja var stutt eftir í að
byggja al farið úr timbri og bárujárni — eða steinsteypu sem síðar
varð aðalbyggingarefni landsmanna. Sköpulag bæjarhúsa breyttist
jafnframt stórlega þegar húshlutum fækkaði og þeim var komið
fyrir mörgum saman undir einu þaki. Ef líta má á hverja nýja birt-
ingarmynd torfbæjarins sem framför má enn, með sömu rökum, líta
á hverja þá húsagerð sem við tekur sem framför, svo fremi að gengið
sé út frá að ekki verði hnignunarskeið.
Að lokum
Rannsókn þessi byggist á úttektum í kjósarhreppi á nítjándu öld og
fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Jafnframt er litið til afstöðu máls-
metandi samtímamanns, Þórðar Guðmundssonar, hreppstjóra og
úttektarmanns, sem áratugum saman færði úttektir til bókar. Þórður
kaus að nota gildishlaðna orðræðu máli sínu til stuðnings, þótt
kannski hefði verið nóg að vitna í úttektarbók og engin þörf væri á
torfbær á tímamótum 163
49 Orri Vésteinsson, „Hnignun, aðlögun eða framför? Torfbærinn sem mæli -
kvarði á gang Íslandssögunnar“. 2. íslenska söguþingið 2002. Ráðstefnurit 1.
Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Ís -
lands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag 2002), bls. 144–160, sjá einkum
bls. 159–160.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 163