Saga - 2017, Page 172
heimilisgerð í íslenskum sjávarbyggðum á umbrotatímum í íslenskri
sögu. Löngu síðar birti Loftur grein, sem hann vann að í tengslum
við þetta verkefni, undir heitinu „Population, households and fish -
eries in the parish of Hvalsnes“.
Annað verkefni, sem við Loftur unnum að með Gísla Ágústi,
fjallaði um fjölskyldu-, ættar- og félagstengsl í íslensku bændasam-
félagi. Þar var lögð áhersla á að skoða samskiptanet sem einstakling-
ar komu sér upp í því augnamiði að tryggja afkomu sína og hags-
muni. Innan vébanda þessa verkefnis skrifuðu Loftur og Gísli Ágúst
m.a. grein um stöðu aldraðra og birtist hún í riti sem hinn víðkunni
sagnfræðingur Richard Wall ritstýrði en Wall var á sínum tíma einn
af mikilvægustu samstarfsmönnum Laslett.
Eitt af þeim viðfangsefnum lýðfræðinnar sem Loftur kynnti fyrst
til sögunnar í bókinni Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldis öld, var
ungbarnadauðinn hér á landi sem var geysimikill samanborið við
hin norrænu löndin. Árið 1983 birti hann grein undir heitinu
„Barnaeldi, ungbarnadauði og viðkoma á Íslandi 1750–1860“ en hún
fjallaði um tengsl brjóstagjafar, ungbarnadauða og frjósemi. Þar
gerir Loftur ítarlega grein fyrir sérstöðu íslensks sveitasamfélags
sem birtist í þeirri rótgrónu hefð að hafa börn ekki á brjósti. Þetta
hafði í för með sér afar hátt hlutfall ungbarnadauða en ekki síður
mikla frjósemi innan hjónabands, sem var afar einkennandi fyrir
Ísland. Rúmum áratug eftir að þessi grein birtist varð Loftur einn af
verkefnisstjórum í norrænu verkefni um ungbarna- og barnadauða
1750−1950. Ég var þá farin að huga að doktorsnámi í útlöndum og
hafði Loftur samband við mig og innti mig eftir því hvort ég hefði
áhuga á að taka þátt í verkefninu og skrifa doktorsritgerð mína inn-
an þess. Það varð úr að ég flutti til Umeå í Svíþjóð og vann doktors-
ritgerðina undir leiðsögn hins verkefnisstjóra rannsóknarverkefnis-
ins, Anders Brändström. Auk okkar Lofts átti Guðmundur Hálf -
danar son aðild að verkefninu. Frá árunum í Umeå geymi ég fjölda
tölvubréfa sem fóru á milli okkar Lofts um lýðfræðileg efni af ýmsu
tagi, en hvatning hans var ómetanleg á námsárunum. Við skiptum
að nokkru með okkur verkum í þessu viðamikla verkefni; Loftur
lagði megináherslu á 18. öldina og upphaf þeirrar nítjándu en ég
beindi sjónum mínum fyrst og fremst að síðari hluta 19. aldar og
upphafi þeirrar tuttugustu. Við rituðum saman nokkrar greinar sem
tengd ust ungbarnadauðarannsókninni og ber þar einna hæst grein
sem við skrifuðum með Guðmundi Hálfdanarsyni og birtist í Sögu
árið 2001.
ólöf garðarsdóttir170
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 170