Saga - 2017, Blaðsíða 177
Andmæli við doktorsvörn
Erlu Dórisar Halldórsdóttur
Föstudaginn 21. október 2016 varði Erla Dóris Halldórsdóttir doktorsritgerð
sína í sagnfræði í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ritgerð Erlu Dórisar ber heitið
Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880. Andmælendur í doktorsvörninni voru
Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands, og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, dósent í ljósmóðurfræði við Háskóla Ís -
lands. Leiðbeinandi Erlu Dórisar var Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við
Háskóla Íslands, en í doktorsnefnd voru auk hans Guðrún kristjáns dóttir,
prófessor við Hjúkrunarfræðideild, og Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við
Stjórnmálafræðideild.
ólöf garðarsdóttir
Meginviðfangsefni ritgerðarinnar Fæðingarhjálp á Íslandi 1760−1880 lýtur að
sögu læknaskipunar, menntunar heilbrigðisstétta og aðkomu karla að
fæðingum frá því að landlæknisembættið tók til starfa hér á landi, árið 1760,
til loka áttunda áratugar 19. aldar. Í inngangskafla segir höfundur að rann-
sóknin grundvallist á kenningum um fagstéttir, fagvæðingu, útilokun og
karlmennsku og að unnið sé út frá kynjasögulegri aðferðafræði. Helstu
heimildir eru tilskipanir um heilbrigðismál (einkum Lovsamling for Island,
Stjórnartíðindi og Alþingistíðindi) og gögn úr skjalasafni landlæknis sem
varðveitt eru á Þjóðskjalasafni Íslands. Þar er einkum um að ræða bréfabæk-
ur landlækna og heilbrigðis skýrsl ur héraðs- og landlækna frá upphafi 19.
aldar til 1880.
Upphafsár ritgerðarinnar tekur mið af stofnun landlæknisembættisins á
Íslandi árið 1760 en þá tók fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson, við embætti.
Lokaár rannsóknarinnar, 1880, segir höfundur markast af gildistöku tvennra
laga, þ.e. laga um nýja skipan læknishéraða og nýrra yfirsetukvennalaga
sem reyndar tóku gildi um miðjan áttunda áratuginn. Þótt það komi ekki
fram í ritgerðinni má segja að rannsóknartímabilið nái þannig að mestu til
tímans áður en vitneskja um smitleiðir og áhersla á mikilvægi hreinlætis í
návist sjúklinga náði að festa rætur hér á landi sem annars staðar.
Læknaskipan, læknastéttin, menntun lækna, hlutverk þeirra í menntun
ljósmæðra og aðkoma þeirra að erfiðum fæðingum fær mest rými í rit-
Saga LV:1 (2017), bls. 175–185
A N D M Æ L I
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 175