Saga


Saga - 2017, Page 178

Saga - 2017, Page 178
gerðinni. Fjórir meginkaflar hennar fjalla þannig um þessi atriði. Þótt það komi ekki beinlínis fram er ljóst að tímamörk þessara fjögurra kafla taka að mestu mið af embættistíð einstakra landlækna. Fimmti kaflinn („Hug - myndir nýskipaðs landlæknis um fæðingarhjálp“) fjallar þannig um emb- ættistíð Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknisins (1760−1779). Sjötti kaflinn („Takmörkuð menntun skerti umsvif landlækna og um leið árangur í fæðingarhjálp“) er um tímabilið frá andláti Bjarna Pálssonar til embættis - töku Jóns Thorsteinsen en þá sátu nokkrir læknar á stóli landlæknis (1779− 1820). Sjöundi kaflinn („yfirsetukvennanám og menntun nýrrar kynslóðar lækna“) nær til embættistíðar Thorsteinsen (1820−1855) og áttundi kaflinn („Fæðingarhjálp og stofnun Læknaskólans í Reykjavík“) yfir embættistíð Jóns Hjaltalín en hann sat á stóli landlæknis frá árinu 1855 til dauðadags 1881. Í þessum áttunda kafla er sagt frá því hvernig menntun lækna færðist að verulegu leyti til Íslands og hvernig kennsla ljósmæðraefna var að nokkru leyti falin héraðslæknum. Í þessum fjórum köflum, þ.e. fimmta til og með áttunda kafla, er fjallað um hlutverk og verksvið landlækna, héraðslækna og ljósmæðra á rannsókn- artímanum. Umfjöllun um menntun er í fyrirrúmi og leggur höfundur áherslu á að lýsa þeim breytingum sem urðu á menntun lækna og ljós mæðra. Fagvæðingar- og framfarahugtakinu er haldið á lofti í þessum köflum og telur höfundur að á rannsóknartímabilinu hafi orðið stórstígar framfarir á sviði fæðingarhjálpar hér á landi sem erlendis. Allmargar ítarlegar lýsingar á erfiðuðum fæðingum eru í þessum fjórum köflum (og raunar annars staðar í ritgerðinni), einkum þeim fæðingum sem læknar komu að. Ekki er alltaf ljóst hvaða hlutverki þessar lýsingar eiga að þjóna en litlar sem engar ályktanir eru dregnar af þeim. Varð t.a.m. almenn- ara að sængurkonur og nýburar lifðu af inngrip lækna í fæðingar eftir því sem leið á tímabilið? Það er raunar bagalegt að lítið sem ekkert er vikið að ungbarna- og mæðradauða í rannsókninni. Rannsóknin snýst vissulega ekki um lýðfræðilega þætti heilbrigðis- og fæðingarþjónustu, en hér hefði nægt að draga ályktanir af hagtölum um þróun ungbarnadauða og fyrirliggjandi rannsóknum á þróun ungbarnadauða á tímabilinu en um ungbarnadauða á 18. og 19. öld hefur talsvert verið ritað hér á landi. Það vekur einnig athygli að höfundur virðist ekki þekkja til helstu al - þjóð legu rannsókna og kenninga um ástæður fyrir bættum lífslíkum á 19. öld. Nokkur ágreiningur hefur verið um þetta efni meðal fræðimanna á undanförnum áratugum sem rétt hefði verið að gera skil. Hér má t.a.m. nefna rannsóknir þeirra Thomasar Mckeown og Simons Szreter. Þótt þá greini á um ástæður bætts heilbrigðis á 19. öld eru þeir — eins og flestir fræðimenn á sviði heilbrigðissögu — sammála um að framfarir í læknavís- indum hafi haft lítil sem engin áhrif á heilsufar og lífslíkur manna fyrr en undir lok 19. aldar ef frá sé talin kúabólusetning. Þetta er atriði sem hefði þurft að gera grein fyrir og taka afstöðu til í umfjöllun um framfarir í lækna- andmæli176 Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.