Saga - 2017, Síða 189
Viðar Hreinsson, JÓN LÆRÐI OG NÁTTÚRUR NÁTTÚRUNNAR.
Lesstofan. Reykjavík 2016. 769 bls. Myndir og heimildaskrá, mynda- og
nafnaskrá. English summary.
Raunaþjáður útjagaður kvakandi kall. Sú var sjálfsmynd Jóns Guðmunds -
sonar þegar hann, 8. maí 1644, lauk við ritgerðina Tíðfordríf sjötugur að aldri
í Gagnstaðahjáleigu í Útmannasveit á Fljótsdalshéraði, nærri Héraðsflóa
(541, 566). Hér svaraði hann margbrotnum spurningum velunnara síns,
Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti, og kom víða við með vísan til
eigin reynslu, fyrri lesturs og hugsana: fornir textar, andar og álfar, djöflar
og englar, jarðeldar og grjót, grös og dýr, landafræði, málshættir og öfug-
mæli. Því miður hefur textinn aldrei verið gefinn út en í nýútkominni ævi-
sögu Jóns, eftir Viðar Hreinsson, er vönduð endursögn með skemmtilegum
dæmum. Viðar lítur svo á að Tíðfordríf sé „samræða milli aðstæðna Jóns og
þekkingarleitar hans í gegnum tíðina“ (540) og þar skilgreinir hann um leið
eigið viðfangsefni í veglegri og fallegri bók sem byggir á þeirri fullvissu höf-
undar að hann hafi nú skrifað „ævi eins merkasta Íslendings sem uppi hefur
verið“ (659). Ekki verður það dregið í efa hér en þess hins vegar freistað að
leggja á það nokkurt mat hvernig til hefur tekist.
Jón Guðmundsson, nú ávallt kallaður Jón lærði, fæddist í Ófeigsfirði á
Ströndum árið 1574 og til að gera langa sögu stutta bjó hann víða og skrifaði
fjölda rita. Hann var fróðleiksfús frá fyrstu tíð og hugsaði margt, ekki síst
um náttúru landsins og samhengi hlutanna en líka um forn fræði og
kveðskap. Fáum árum eftir að hann lauk við Tíðfordríf samdi hann ævikvæði
undir heitinu Fjölmóður og eru 394 erindi varðveitt en nokkur glötuð (621).
Viðar útskýrir að kvæðið sé „ekki eiginleg ævisaga heldur píslarsaga um
raunir hans, ofsóknir illra afla þessa heims og annars á hendur honum“ (30,
sbr. 621–622). Auðvitað veit hann að réttast væri þá að taka kvæði söguhetj-
unnar með fyrirvara, en samt tekur hann það víðast hvar bókstaflega. Fyrir
vikið sætir Jón lengstum í bókinni linnulausum ofsóknum illra yfirvalda,
jafnvel þar sem Fjölmóður er vægast sagt óljós. Þannig ofsótti djöfull Jón og
Sigríði konu hans þegar árið 1600 og munaði minnstu að Jón væri drepinn
(145). Slæm svimaköst vegna þreytu eru á einum stað hugdetta Viðars til að
R I T D Ó M A R
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 187