Saga - 2017, Qupperneq 192
ingum (77–80). Betri röksemdir þarf til ætli Viðar að fjölga handritum sem
Jón kunni að hafa skrifað og með því komast lengra en fyrri fræðimenn á
borð við Stefán karlsson, Ólaf Halldórsson og Einar Gunnar Pétursson.
Myndir af handritum í bókinni eru ekki nógu skýrar til að lesandi geti tekið
málið í eigin hendur (88, 99, 105, 107, 108). Skrift var vissulega „eins og
hljóðfæri í höndum þjálfaðra skrifara“ (178) og fyrir vikið er „örðugt að
álykta um rithendur“ (659), en það réttlætir ekki að menn hrapi að niður -
stöðum bara af því að þá langar til einhvers. Skal tekið undir þá yfirlýsingu
Viðars í bókarlok að gerð verði „ítarleg rannsókn á öllum þessum hand -
ritum þar sem tekið væri tillit til rithandar, stafsetningar og annarra málfars-
einkenna“ (701). Þangað til það er gert verður að taka varlega ályktunum
um að Jón hafi skrifað hin og þessi handrit, svo sem galdrakverið AM 434 d
12mo (334) og Snorra-Eddu frá 1641 (522–525), að ekki sé talað um meint
samstarf hans við menntaða langfrændur sína þá Magnús prúða og
Staðarhóls-Pál eða son hins fyrrnefnda, Ara sýslumann í Ögri (63, 69, 76, 81,
95, 100–102, 109, 168, 212, 302).
Farið er vandlega í dvöl Sigríðar og Jóns á Skarðsströnd (159–168) og
aðgerðir hans gegn Snjáfjalladraugnum árin 1611 og 1612 (173–207). Þar er
Ari í Ögri kynntur til sögunnar (175), síðar sagður einvaldur og eltihrellir
(218, 287); honum er jafnvel líkt við „bláa hönd“ sem er vart skiljanlegt hug-
tak lengur og allsendis óviðeigandi í þessu samhengi (255, 394). Þó vill Viðar
endilega, þegar hann ræðir af mikilli vandvirkni um Spánverjavígin haustið
1615, að þeir Jón og Ari hafi verið í „trúnaðarsambandi“ (221) og tengslin
náin (254), en það fær ekki staðist. Það er líka orðum aukið að Jón hafi talist
„hættulegur valdhöfum“ (249) eða „ógnað hinu veraldlega valdi“ (332),
hvað þá að hann hafi verið réttdræpur, fyrir að vilja ekki fara að Böskum á
Patreksfirði í ársbyrjun 1616, enda orð hans sjálfs vægast sagt óljós (250–251,
312). Víst er þó að hann taldi sér ekki fært að vera lengur á Ströndum eftir
að hann tók saman frásagnir sjónarvotta af herfilegum vígunum. Á Snæ -
fells nesi var hann bæði bendlaður við galdra og lenti sjálfur í galdraofsókn-
um, að eigin sögn (329–330). Endursögn á riti séra Guðmundar Einars sonar
frá 1627, gegn Jóni og fleirum, er óþarflega nákvæm (364–392) og enn er
talað um samtryggingu valdastétta, jafnvel þótt Ari Magnússon hafi skrifað
gegn Guðmundi (394). Þegar lýst er galdraáburði séra Guðmundar sonar
Jóns á hendur Olav Pedersen, umboðsmanni konungs á Bessastöðum, er
Olav lýst sem skrímsli og tekið mark á hverju orði Jóns, sem þó lýsir líka
samstarfi þeirra við náttúrurannsóknir (403–406). Greining á galdraiðkun
Jóns, sem hann að hluta til gekkst við sjálfur, er öllu greinilegri og frásögn
hans metin með hliðsjón af tiltækum samtímaheimildum, dómum og
bréfum (414–429, 466–469). Sérlega áhugaverðar eru vangaveltur um það
hvort Jón hitti eða hitti ekki Ole Worm, prófessor við Hafnarháskóla og
fræðimann á sviði íslenskra fræða (453–458, 463–464), og vel til fundið að
bera þá saman (59–60, 168–172, 302–308, 446–452, 602–604, 638–641).
ritdómar190
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 190