Saga - 2017, Blaðsíða 194
so skal náttúru þessa blauta fjöruorms til lokka að birta sínar breytingar, að
láta hann vera í ferskum sjó í hreinni byttu, og skipta um á honum með
hvörju dægri, í vel vörmu húsi, og má gæta að honum með hvörjum tveim
stundum eður þrem og ekki sjaldnar“ (404). Hörmulegt er til þess að hugsa
að svo mikill hæfileikamaður, sem Jón augljóslega var, skuli hafa þurft að
lifa við þau vonlausu skilyrði sem hugsandi alþýðumönnum voru búin á 17.
öld, mönnum sem nú geta menntað sig, rannsakað, skrifað og kennt.
Þennan mann getur alþjóð nú kynnt sér á góðri bók, því þótt sjónarhornið
sé nokkuð upphafið og hneigðin ljós er vandað til verka og tiltækum heim-
ildum, sem höfundur líkir notalega við „dauft endurskin“ (29), „óljós fingra-
för“ (116) og „bláþræði“ (263, 290, 297), raðað saman í frásögn sem gaman
er að lesa.
Tvennt í lokin. Viðar segir í bókarbyrjun: „Tilvitnanir úr stafréttum
útgáfum og handritum eru færðar í átt til nútímamáls. Þær eru ekki sam-
ræmdar heldur fyrst og fremst gerðar læsilegar“ (6). Ekki er þessu fylgt
nógu vel eftir og iðulega blandað aðferðum, til dæmis í sömu tilvitnun
„sagdur“ og „þaðan“ (287) eða „siónum“ og „fiöru“ þar sem annars er staf-
setning nútímans (583). Prentvillur eru sárafáar: „og“ vantar á einum stað
(21) og „er“ eða „var“ á öðrum (489), kommu er ofaukið í „fram,eftir sumri“
(34) og „vara“ haft fyrir „vera“ (173), auk þess sem hér og þar er orðum
skipt vitlaust á milli lína (43, 65, 80, 119, 597, 702). Leiðinlegustu prófarkar -
glöpin eru ártölin 1692–1693 fyrir 1592–1593 (96) og 1844, 1849 og 1858 þar
sem annar tölustafurinn ætti að vera 6 en ekki 8 (566, 630, 633).
Már Jónsson
Sigurður Pétursson, VINDUR Í SEGLUM: SAGA VERKALÝÐSHREYF-
INGAR Á VESTFJÖRÐUM I−III. Alþýðusamband Vestfjarða. Ísafjörður
2011, 2014 og 2015. 506, 541 og 586 bls. Tilvísanaskrá, myndaskrá, heim-
ildaskrá og nafnaskrá.
Vindur í seglum I−III er mikið ritverk, yfir 1600 blaðsíður. Umfjöllunarefnið
er saga verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum á tímabilinu 1890−1970.
Sigurður Pétursson, höfundur verksins, er sagnfræðingur, upprunninn og
búsettur á Ísafirði, heimamaður. Alþýðusamband Vestfjarða réð hann til
þess að rita verkið.
Efnistök eru eftirfarandi: Í 1. bindi er fjallað um verkalýðshreyfinguna á
svæðinu til 1930 en í 2. og 3. bindi er fjallað um hreyfinguna á tímabilinu
1930−1970. Áður en lengra er haldið verður að geta þess að verkið er einnig
— og ekki síður — atvinnusaga þorpa og bæja á Vestfjörðum og að nokkru
leyti einnig stjórnmálasaga. Titillinn er því nokkuð misvísandi.
ritdómar192
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 192