Saga - 2017, Page 196
því að sjúkrahús var byggt, glæsileg bygging, komið upp elliheimili og jafn-
vel kúabúi svo börn alþýðunnar gætu fengið mjólk. Síðar kom samvinnuút-
gerð. Höfundur þessara lína hefði óskað þess að sjá ítarlegri umfjöllun um
þessi efni en framtak jafnaðarmanna á Ísafirði er nálægt því að vera einstakt.
Annars staðar á Vestfjörðum eru áhrif jafnaðarmanna ekki eins víðtæk enda
hvergi viðlíka athafnir í anda jafnaðarstefnu og á Ísafirði.
Í 2. bindi Vindsins er tekið fyrir tímabilið 1931−1970, félög í Barða -
strandar sýslu, Strandasýslu og Vestur-Ísafjarðarsýslu, ríflega einn tugur
félaga. Öflugust voru þau félög vitaskuld sem voru á stærstu stöðunum,
Patreksfirði, Bíldudal og Þingeyri, en svo voru líka ýmis smáfélög, t.d. Verka -
mannafélagið Grettir á Reykhólum, Verkalýðsfélag kaldrananes hrepps og
Verkalýðsfélag Árneshrepps. Þau urðu ekki öll langlíf. Í 3. bind inu er svo
fjallað um verkalýðsfélög á Ísafirði og í Djúpinu og greint frá starfsemi
Alþýðusambands Vestfjarða og forvera þess.
Tímabilið fyrir 1930 má vel kalla gullöld Vestfjarða. Bæir og þorp efldust
en á tímabilinu frá 1930 til 1970 voru erfiðleikar algengir. Sumum byggðar-
lögum hnignaði, önnur héldu í horfinu og tæplega þó; sum döfnuðu. Bar -
áttu mál verkalýðsfélaga á svæðinu voru yfirleitt svipuð hvað varðar laun
og réttindi. Óvéfengjanlegt er að laun voru hærri þar sem var verkalýðs -
félag. Deilur við suma atvinnurekendur, t.d. á Patreksfirði, gátu orðið harðar
og sums staðar voru verkalýðsmenn hraktir úr starfi. Harðastar voru þó
deilurnar við atvinnurekendur í Bolungarvík, eins og höfundur gerir ljóm-
andi vel grein fyrir. Hlúð var að sjálfsþurft og unnið að því að auka réttindi,
t.d. rétt til þess að taka orlof. Áhersla var lögð á að mennta verkafólk og
styrkja menningu þess, t.d. með því að stofna lestrarfélög.
Pólitískar deilur innan hreyfingarinnar einkenna tímabilið. Verkalýðs -
hreyfingin klofnar með stofnun kommúnistaflokksins árið 1930 og sá klofn-
ingur setti mark sitt á allt starf hennar næstu áratugi. Sjálfsagðir samherjar
urðu að hatrömmum andstæðingum. Háð var hörð barátta um forystu
margra félaga og kosningar til alþýðusambandsþinga urðu stórmál. Í þeirri
baráttu sömdu bæði „kommar“ og „kratar“ frekar við sjálfstæðismenn en
sín á milli. kommúnistar kölluðu jafnaðarmenn stundum „kratafasista“ á
öndverðum fjórða áratug 20. aldar og jafnaðarmenn vissu ekkert verra en
kommúnista.
Vindur í seglum er mikið verk og höfundur hefur víða leitað fanga. Það
er vitaskuld grunnrit um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum. En
það er ekki gallalaust og þar er efnisskipan einkum um að kenna, að mati
þess sem ritar þessar línur. Sem fyrr segir er valin sú leið — sennilega að ósk
ritnefndar og verkkaupa — að fjalla um hvert félag fyrir sig í stað þess að
fjalla um þemu. Það veldur því að nokkuð mikið er um endurtekningar. Af
sjálfu leiðir að barátta félaga á þessu svæði er æði svipuð; félögin feta
svipaða slóð, berjast fyrir sömu málum og hafa hvert annað til viðmiðunar.
ritdómar194
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 194