Saga - 2017, Blaðsíða 201
þess njóta útgefendur stuðnings nokkurra sjóða, eins og gerð er grein fyrir
í formála. Er áformað að safnið verði sex bindi á prenti og útgáfunni ljúki á
árinu 2018, auk þess sem stefnt er að því að safnið verði allt aðgengilegt á
neti. Auk skjalasafnsins eru birtar fjórar fræðilegar greinar í bindunum sem
eru komin út. Í fyrra bindi er grein um Landsnefndina og verkefni hennar
og önnur um skjalasafnið og höfunda þess, báðar eftir Jóhönnu Þ. Guð -
mundsdóttur. Í hinu bindinu fjallar Christina Folke Ax um íslensku prestana
og bréf þeirra til nefndarinnar og Jóhannes B. Sigtryggsson um íslenskuna
á bréfum sem voru skrifuð nefndinni á því máli.
Hrefna Róbertsdóttir, starfsmaður Þjóðskjalasafns og forseti Sögufélags,
átti frumkvæði að útgáfunni og ritstýrir henni ásamt öðrum Þjóðskjalasafns -
manni, Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur. Í liði með þeim eru tveir danskir
sagnfræðingar, Christina Folke Ax og Leon Jespersen, og íslenskur málfræð -
ingur, Jóhannes Bjarni Sigtryggsson. Í samstarfsnefnd útgáfuaðila sitja
Hrefna fyrir hönd Þjóðskjalasafns, Steen Ousager fyrir Ríkisskjalasafn og
Helgi Skúli kjartansson fyrir Sögufélag. Fleiri hafa komið að verkinu eins
og má lesa í inngangi fyrra bindis, á bls. 28 (á dönsku á bls. 36).
Okkur af eldri kynslóð kann að þykja nokkuð mikið í lagt að halda ekki
áfram í framhaldi af gömlu bindunum frá 1958–61. En auðvitað er þetta
vandaðri, viðhafnarmeiri og fallegri útgáfa sem nú er hafin. Meginmun ur -
inn er þó sá að hér er gefið út á tveimur tungumálum, íslensku og dönsku.
Formáli, efnisyfirlit, inngangur, ritreglur, skjalaskrá, fræðilegu greinarnar,
neðanmálsskýringar, heimildaskrár, skammstafanaskrár, hugtakaskrár,
efnis orðaskrár, nafnaskrár og greinargerðir um útgefendur og greina -
höfunda eru bæði á íslensku og dönsku, ýmist þannig að ritsmíð er fyrst birt
á íslensku og síðan dönsku eða að danskur texti er prentaður með skáletri á
eftir hverjum textabút sem er birtur á íslensku (eða öfugt ef skýringar eru á
dönsku við danska frumtexta). Næstum öll bréfin í fyrra bindinu og drjúgur
hluti bréfa annars bindis eru frumrituð á íslensku. Meirihluti þeirra liggur
fyrir í samtímaþýðingum eða útdrætti á dönsku eftir nefndarmenn eða
skrifara nefndarinnar, Eyjólf Jónsson stjörnufræðing. Þegar ekki er til þýðing
eftir þá er birt ný þýðing Péturs Rasmussen á nútímadönsku. Hins vegar eru
bréf sem voru frumrituð á dönsku ekki birt í íslenskum þýðingum. Það
verður að kallast eðlileg ákvörðun enda eiga allir Íslendingar að fá verulega
kennslu í dönsku og enginn kemst hænufet í að kynna sér frumheimildir
um Íslandssögu 18. aldar án þess að vera læs á dönsku. Hins vegar verður
ekki ætlast til þess að Danir geti komist fram úr íslensku þótt þeir kunni að
vilja kynnast því hvaða samskipti ríkisvald þeirra á 18. öld hafði við
hjálendu sína norður í Atlantshafi.
Raunar hlýtur maður að undrast hve örlátt Ríkisskjalasafn Dana er við
Íslendinga í þessu máli. Það skilaði skjalasafni Landsnefndarinnar til Íslands
1928, ásamt flestum íslenskum skjalasöfnum sem unnt var að greina sæmi-
lega frá skjölum annarra ríkishluta. Svo leggur safnið fyrirhöfn og væntan-
ritdómar 199
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 199