Saga - 2017, Side 204
an því að bændur væru látnir greiða leigu, að hluta eða öllu leyti, af ám sem
væru löngu dauðar úr fjárkláða. En líka var sagt að landeigendur fylltu
leigujarðir sínar af fénaði svo að ábúendur fengju ekki færi á að koma sér
upp búfé sjálfir. Eins var um svokölluð mannslán eða skipsáróðra, skyldu
leiguliða til að lána mann til að róa á báti landeiganda eða gera það sjálfir.
Þó að maðurinn fengi aflahlut, að minnsta kosti oftast, tók landeigandi
skipshlut af honum og kom stundum í veg fyrir að leiguliðar hefðu fólk til
að manna sína eigin báta. Mikið var líka kvartað undan því að jarðir væru
úr sér gengnar og landskuld af þeim því of há. Margir nefna frekju og
óhlýðni vinnufólks, kröfur um hátt kaup og fóðrun á búfé: „Og má hús-
bóndans fé hér fyrir títt og oft skort líða á vetrardag, og jafnvel í harðendum
og hungri út af deyja“ (II, 325). — Stundum er ekki laust við að erfitt sé að
trúa bréfriturum. — Nokkrir kvarta undan skorti á vinnufólki enda virðast
menn almennt hafa talið að fólki væri að fækka í landinu. Ekki var lausa-
mönnum borin betur sagan en vistráðnum hjúum. Þeir tylldu ekki í heils árs
vistum þótt þeir ættu ónógar eignir til að eiga rétt á lausamennsku. Hús -
menn voru líka sagðir latir og eyðslusamir og nauðsynlegt að takmarka rétt
fátæklinga til að ganga í hjónaband. Ágallar fólks voru raktir til uppeldis-
skorts og agaleysis eða þess sem presturinn í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
kallaði „ótíðugt dálæti foreldranna á börnunum strax á barnsaldri …“ (II,
220). Margt er talið athugavert við skattheimtu og Saurbæjarprestur stingur
upp á að „röng tíundargjörð í landinu hafi, ásamt fleiru, leitt yfir það þá
almennilegu fjárpestarlandplágu“ (II, 223).
Til úrbóta er oftast stungið upp á strangari aga og meira forræði yfir-
valda, tugthúsi fyrir lausgangara og betlara, húðlátsrefsingu fyrir hórdóm,
rasphúsi eins og í kaupmannahöfn fyrir brotamenn og gapastokkum við
sóknarkirkjur, enda bendir einn prestanna á „að jafnvel háar skipanir aktast
að öngvu utan straff sé að óttast“ (II, 528). Stungið er upp á föstum sam-
ræmdum vinnulaunum. Í tveimur tillögum um það eru nefndar upphæðir.
Samkvæmt annarri áttu karlmenn að fá 60–90 álnir á ári, mismikið eftir
dugnaði, og konur 10–15 (294). Hin var nokkru jafnréttissinnaðri og
úthlutaði körlum 90 álnum en konum 30 (409). Einn vildi setja reglur um
fjölda gesta í brúðkaupsveislum, annar taxta á verð allra innflutningsvara,
sá þriðji taxta á vörur í innanlandsverslun. Margir nefndu takmörk á
verslun með tóbak og brennivín. Séra Ólafur Brynjólfsson í Görðum á
Akranesi vildi láta „burt taka úr landinu þær nýju Innréttingar sem
mörgum hér sunnanlands, helst almúganum við sjósíðuna hefir til baga
verið, þar ullin hefur ei fengist keypt með sama prís og fyrr“ (II, 228).
Hér eru fágætlega góð dæmi um nöldur fólks sem er komið svolítið
áleiðis upp mannfélagsstigann. En svo ríkuleg eru Landsnefndarskjölin að
þar má líka finna málstað vinnufólks. Þar er bréf átta manna sem höfðu
nýlega misst vinnu sína við Innréttingarnar í Reykjavík (I, 171–72). Hjá -
búðarmenn og hjáleigubændur í Grindavík og krýsuvík skrifa um kjör sín,
ritdómar202
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 202