Saga - 2017, Síða 205
einnig „Íslands vesalingar“ (I, 261–81). En einbeittast er málstaður hinna
snauðu túlkaður í bréfi sem er undirritað „Íslands fátæklingar“ af því að
bréfritarar þora ekki, að eigin sögn, að skrifa nöfn sín (I, 675–79). Þeir segjast
„stynja undir sínu grátlegu ástandi, sem þeir verða að þola af sínum hús-
bændum og öðrum þeirra yfirboðurum …“ Vinnumenn séu sumir svo illa
haldnir með klæðnað að þeir geti varla hulið líkama sinn. Rúm séu sums
staðar svo illa búin að maður sé „jafn þreyttur nær upp stendur eins og
þegar hann leggst niður á kvöldum.“ kaup nægir varla til klæðnaðar, „og
þykir þó sumum húsbændum það vera allt of mikið.“ Vinnukonur „ganga
… að sínum vefum, berar og blóðugar á handleggjum, sem þær fá af garn -
inu … í köldum húsum, oftast á móts við bæjardyrnar.“ Börn sem missa for-
eldra sína „hrekjast svo manna á milli og sum komast aldrei til að verða sér
né föðurlandinu til gagns. Hin önnur eru þá af einhverjum tekin fyrir smala
og látnir hrekjast í votu og þurru, illa klæddir með illu atlæti hjá sumum og
ganga oft á sumrum með berar fætur og illum aðbúnaði.“ Þó er viðurkennt
að „Til eru og góðir húsbændur sem gjöra vel við sitt vinnufólk …“ Af hálfu
yfirstéttar kemur líka fyrir í einu bréfi, líklega frá óþekktum presti, um
vinnufólk að „mange af dem veed deres subordination og ere baade lydige
og flittige i deres tjeneste …“ (II, 556). En þetta eru stakar raddir; megin -
stefið er stéttabarátta, sem kallast skemmtilega á við nýlega doktorsritgerð
Vilhelms Vilhelmssonar, Sjálfstætt fólk? Vald og andóf á Íslandi á tímum vistar-
bands (Reykjavík, Háskóla Íslands, 2015).
Á hinn bóginn er líka talsvert af hugmyndum um framfarir og nýjungar
í bréfunum. Margir nefna barnaskóla, garðrækt og kornyrkju, svokallaða
eftirliggjara á verslunarstöðum sem gætu bjargað mönnum um nauðsynjar
utan kauptíða. Einstakir bréfritarar vilja innleiða kompása, grænlenska sel -
skinnsbátasmíði, hreindýr, hverfisteina, trjárækt, nýtingu á surtarbrandi,
strandferðir, frjálsa verslun og tóbaksverksmiðju í hverja sýslu. Nokkrir
nefna vegagerð, hvalveiðiskip, vefstóla og vefara í byggðir landsins. Sum
framfarasporin, sem stungið er upp á, má kalla endurreisn fremur en nýj -
ungar, svo sem túngarðahleðslu, seljabúskap og heyhlöður. Ein algengasta
tillagan er um að fækka hreppstjórum úr fimm í tvo eða þrjá í hreppi og
launa þá almennilega. Vafamál er hvort eigi að kalla þetta framfaratillögu
en vissulega stefndi hún að virkari stjórnsýslu og sjálfsagt stundum bættu
eftirliti með meðferð á hreppsómögum.
Íslenskunni á bréfunum er lýst ágætlega í grein Jóhannesar B. Sigtryggs -
sonar. Enn eigum við hins vegar eftir að fá úttekt á dönsku og latínu
íslensku bréfritaranna. Mér finnst merkilegt að sjá hvernig þeir eiga til að
„danisera“ íslensk orð, tala um vindemænd þegar þeir fjalla um íslenska
vinnumenn. En ég veit ekki alltaf hvort ákveðið orð var til í dönsku eða er
frumsmíð Íslendinga. Mér finnst líka merkilegt að sjá hvernig prestarnir
eiga til að skipta yfir í latínu í íslenskum texta: „til meiri andlegrar uppbygg-
ingar og viðréttingar disciplinæ ecclesiasticæ et domesticæ fere prorsus
ritdómar 203
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 203