Saga - 2017, Síða 206
collapsæ“ (II, 407). Neðanmáls kemur fram að latínan merkir „kirkju- og
heimilisaga sem er að hruni kominn“. En hvers vegna í ósköpunum skrifar
maðurinn þetta á latínu? Ég vona að við fáum umfjöllun um þetta í fræði -
legum greinum síðar í ritsafninu. Og ég bíð eftir framhaldinu. Bréfin sem
enn eru eftir óútgefin, frá sýslumönnum og þaðan af æðri embættis mönn -
um, verða tæpast eins fróðleg og þau sem eru komin út enda þekkjum við
þau sum síðan í útgáfunni frá 1958–61. Samt er full ástæða til að bíða þeirra
með eftirvæntingu. Hafi þau þökk fyrir sem gengust í að taka útgáfu Lands -
nefndarskjalanna upp að nýju.
Gunnar Karlsson
BRÉF JÓNS THORODDSENS. Útgefandi Már Jónsson. Smárit Sögu -
félags. Sögufélag. Reykjavík 2016. 343 bls. Myndir, heimildaskrá og
nafnaskrá.
Ritröðin „Smárit Sögufélags“ hefur nú komið út í rúmlega 10 ár. Áttunda
ritið í röðinni, sem að vísu er ónúmeruð, er heimildaútgáfa á bréfum Jóns
Thoroddsens, sýslumanns og skálds, tekin saman af Má Jónssyni, prófessor
í sagnfræði, sem jafnframt er höfundur að inngangi bókarinnar. Verkið, sem
er ríflega 340 blaðsíður að lengd, er það lengsta meðal „Smárita Sögufélags“
og vekur kannski spurningar um hversu löng verk geta orðið og þau samt
talist til „smárita“, þó að umbrot bókarinnar sé vissulega með sama hætti og
fyrri bóka í ritröðinni. Pistasíugrænn kápuliturinn er bjartur og fagur og gef-
ur útliti bókarinnar nokkuð hressandi yfirbragð, a.m.k. er það mat þess sem
hér skrifar. Í bókinni eru uppskriftir á 146 bréfum og einni auglýsingu frá
árunum 1842–1870. Með þeim er ætlunin, eins og segir aftan á kápu bókar-
innar, „að bregða birtu á manninn á bak við skáldskapinn, einstaklinginn og
embættismanninn“. Bókinni er skipt í tvo hluta sem kallast á og fjalla báðir
um ævi Jóns Thoroddsens. Í fyrsta lagi er það 55 blaðsíðna inngangur höf-
undar og í öðru lagi uppskriftir áðurnefndra bréfa með stuttum skýringum.
Í báðum hlutum er frásögnin í krónólógískri röð. Í ítarlegum inngangi um
ævi Jóns Thoroddsens er m.a. vísað til bréfanna sem uppskrifuð hafa verið
fyrir seinni hlutann, ekki aðeins í neðanmálsgreinum heldur einnig með
númerum viðkomandi bréfa í sviga í meginmáli, lesendum til mikils
hægðarauka. Hér verður því fyrirkomulagi fylgt eftir sé vísað til ákveðinna
bréfa sem uppskrifuð eru í bókinni.
Í inngangi birtist nákvæm frásögn af lífshlaupi Jóns Thoroddsens, frá
uppvaxtarárum hans á Reykhólum og víðar til námsára í kaupmannahöfn,
herþjónustu í fyrra Slésvíkurstríðinu 1848, ljóðagerðar og ritstarfa, jarðeigna
og fjármála Jóns síðar á ævinni, fjölskyldumynsturs hans og tengsla og ekki
ritdómar204
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 204