Saga - 2017, Síða 210
Guðni Th. Jóhannesson, FyRSTU FORSETARNIR. EMBÆTTI ÞJÓÐ -
HÖFÐINGJA ÍSLANDS Á 20. ÖLD. Smárit Sögufélags. Reykjavík 2016.
291 bls. Heimildaskrá, atriðisorðaskrá, staða- og nafnaskrá.
Á fullveldisdaginn, 1. desember síðastliðinn, sendi Sögufélag frá sér þessa
litlu og yfirlætislausu bók um sögu (og forsögu) forsetaembættisins fram að
kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar 1996. Sú útgáfa var ekki ákveðin fyrr en „á
haustdögum“, segir höfundur í eftirmála, og þurfti þá vaskur hópur Sögu -
félagsfólks, undir umsjón Brynhildar Ingvarsdóttur, að hafa snör handtök
að koma ritinu í sinn endanlega búning.
Upphaflega hafði Guðni unnið að bókinni fyrir útgáfu hjá Forlaginu, þá
vafalaust með löngum lokakafla um forsetatíð Ólafs Ragnars, en þegar svo
fór að Guðni gerðist mótframbjóðandi Ólafs (þótt sú samkeppni stæði
aðeins tæpa viku) og á endanum eftirmaður hans á forsetastóli var, eins og
hann réttilega segir, „ekki við hæfi“ að birta slíkan kafla. Forsetabók hans
varð því ekki „jólabókin í ár“ — sem hún hefði örugglega verðskuldað —
heldur aðeins smárit Sögufélags. En nú dugir ekki að harma þá bók sem
ekki varð heldur meta að verðleikum þá sem fyrir liggur.
Bók Guðna Th. um fyrstu forsetana sameinar með óvenjulegum hætti
skýrustu einkenni andstæðnanna miklu: rannsóknarrits og yfirlitsrits.
Rannsóknarritið birtist í heimildavinnunni. Þótt Guðni geti allvíða stytt
sér leið með vísun til sinna fyrri rannsókna (Völundarhúss valdsins 2005, um
forsetatíð kristjáns Eldjárn, og ævisögu Gunnars Thoroddsen 2010), og nýti
sér rækilega skrif annarra fræðimanna, þá byggir hann mest á frumheimild-
um af mörgu tagi. Auðvitað blaðaskrifum, þingræðum og slíku en fjölvíða
á óbirtum heimildum eins og sendibréfum, minnisblöðum, gerðabókum,
greinargerðum erlendra sendimanna, viðtölum (því elsta við Vigdísi Finn -
bogadóttur 2005) o.s.frv. Í aðalköflum bókarinnar, tæpum 170 lesmálssíðum,
eru 579 tilvísanir, oft til nokkurra heimilda í senn, líklega ein heimild á
hverjar 7–10 línur.
Sögufélagsfólki hefur verið vandi á höndum að koma þessu heimilda-
bákni til skila. Tilvísunargreinar eru aftanmáls, á röskum 30 smáleturs -
síðum. (Sem á biblíumáli er víst ekki að „kasta perlum fyrir“ einn eða neinn
heldur „setja ljós undir mæliker“ þegar þessum lykilþætti ritsins er hagað
eftir smekk þeirra sem nenna ekki einu sinni að ákveða sjálfir hvort þeir gefa
honum gaum.) Fyrsta vísun til hverrar heimildar er rækileg, eins og tíðkast
þegar engin heimildaskrá fylgir, en sú aðferð dugir ekki á þetta heimilda-
magn. Því er hér skammstafanaskrá og síðan heimildaskrá, sú seinni á þó
ekki nema 17 síðum. En samning hennar hefur verið gerð viðráðanleg með
því að sleppa öllu blaðaefni og auk þess vandræðaheimildum eins og
„athugasemdum við fésbókarfærslur“ tilgreindra manna. Hins vegar gefur
skráin prýðilegt yfirlit yfir öll þau skjalasöfn, í fjórum þjóðlöndum, og
einkaskjöl sem til er vísað.
ritdómar208
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 208