Saga - 2017, Síða 213
hafa ekki sinnt; ég kannast a.m.k. ekki við það og Guðni ekki heldur því
heimildir hans eru einungis dagblöðin.
Í heild má segja að bók Guðna sýni forsetana fjóra í jákvæðu ljósi, þó
hvergi umfram það sem telja má trúverðugt eða verðskuldað. Jafnframt gef-
ur hún afar jákvæða mynd af sjötta forsetanum, bæði sem fræðimanni og
rithöfundi.
Helgi Skúli Kjartansson
Gunnar karlsson, LANDNÁM ÍSLANDS. Handbók í íslenskri mið -
alda sögu II. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2016. 480 bls. Skýringarmyndir,
skrár og töflur. Heimildaskrá, nafna- og atriðisorðaskrá.
Landnámsöld er mörgum hugstæð. Nýlega hélt Miðaldastofa málstofu með
27 fyrirlestrum um landnámið og voru þeir öllum opnir. Stundum komust
færri að en vildu til að hlusta. Má nefna að við upphaf fyrirlestraraðarinnar
flutti Gunnar karlsson inngangsfyrirlestur. Landnámsáhuginn lifir; Guð -
mundur G. Þórarinsson gaf til að mynda út bók um landnámið í haust sem
leið og einnig birtist rit Bergsveins Birgissonar um landnemann Geirmund
heljarskinn.
Gunnar karlsson er prófessor emeritus í sagnfræði og hefur birt rit um
sögu miðalda og tímabilsins 1874‒1918, auk fjölda kennslubóka og svo
þekktrar Íslandssögu, á ýmsum málum. Nýjustu bækur hans um miðalda-
sögu eru Goðamenning, frá 2004, Ástarsaga Íslendinga að fornu, frá 2013, og
svo bækur í ritröðinni Handbækur í íslenskri miðaldasögu. Þessari ritröð
hleypti hann af stokkunum 2007 með ritinu Inngangur að miðöldum og 2009
kom Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar í sömu ritröð. Síðastnefndu
bækurn ar tvær eru ómissandi þeim sem sinna vilja fræðimennsku í sögu
íslenskra miðalda og gagnlegar öllum miðaldafræðingum, meðal annars
vegna handbókargildis sem kemur til dæmis fram í rækilegum skrám.
Textinn er jafnan ljós og lipur og bækurnar eru aðgengilegar almennum les-
endum, kynna vel ýmis áleitin úrlausnarefni og opna heim sem er bæði
framandi og nálægur.
Bókin Landnám Íslands er hin þriðja útgefin í sömu ritröð en hefur raðtöl-
una II. Hún er samin af mikilli elju og þekkingu og góðri yfirsýn. Höfundur
segir í formála að nýtt, heildstætt yfirlitsverk um landnámssöguna hafi varla
birst síðan 1974, séu námsbækur ekki taldar með. Hann nefnir að vísu tvö
yfirlitsrit, frá 2004 og 2005, sem honum finnast „gamaldags“, þar séu nýleg-
um rannsóknum vart eða ekki gerð skil. Þá segir höfundur í formálanum að
meginverkefni hans sé að lesa saman tvo ólíka heimildaflokka, annars vegar
fornleifar og náttúruminjar og hins vegar ritheimildir, og fá þá til að segja
ritdómar 211
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 211