Saga - 2017, Side 216
kenningar að hætti Einars Benediktssonar, Benedikts frá Hofteigi og Árna
Óla. Höfundur reynir að skýra af hvaða hvötum Írakenningar voru sprottn -
ar og af hverju þær nutu hylli. Loks fjallar hann um Herúlakenningu Barða
Guðmundssonar og er það gagnlegt yfirlit. Höfundur er gagnrýninn á
aðferðir þeirra þremenninga, Benedikts, Árna Óla og Barða.
Fimmti meginkafli nefnist „Samhengi“ og er þar gerð grein fyrir land-
námi í Færeyjum og á Grænlandi og siglingum til Vínlands. Forvitnileg er
sú niðurstaða höfundar að staðháttalýsingar í Vínlandssögum séu ekki vel
fallnar til að finna umrædda staði; tilraunir til þess hafi varla heppnast þar
sem niðurstöður séu afar ólíkar. Hann spyr hverjir hafi fundið og numið
Grænland; voru það Norðmenn eða Íslendingar? Og reyndu Grænlendingar
landnám á Vínlandi? Svarið er Danir. Í því er fólgin viss gamansemi en um
leið er svarið mótað af sannfæringu höfundar um að Danir hafi verið sam-
heiti germanskra Norðurlandabúa um sjálfa sig (bls. 345-9).
Í undirkafla 5.4, sem nefnist „Hvers vegna Ísland byggðist“, dregur höf-
undur ýmsa þræði saman. Þar er líka fjallað um kenningu Sverris Jakobs -
sonar um að Haraldur hárfagri hafi ekki verið til og höfundur rökstyður að
einhver Haraldur hafi samt sameinað Vestur-Noreg. Einnig er hafnað kenn-
ingu Helga Skúla kjartanssonar um „landnám eftir landnám“, að undirsátar
hafi farið fyrst og gert landið byggilegt fyrir hástétt. Í staðinn er endurreist
hér sú gamla skýring að hástéttin, sem átti helst hafskip og kunni að sigla,
hafi flúið undan Haraldi og numið land á Íslandi.
kafli 5.5 nefnist svo „Landnámsminningin í þjóðarsögunni“. Þar er
greint frá áhuga Íslendinga á göfugu ætterni landnema, hvernig landnámið
hefur verið nýtt til að styrkja góða sjálfsmynd þjóðarinnar, og síðan segir frá
gagnrýni á þessa mynd. Þá er sagt frá lýsingum landnáms í þjóðsögum og
skáldskap og loks hvernig landnámið birtist okkur í ýmsum umsögnum í
nútímanum. Niðurstaðan er að sagan af landnáminu sé lifandi í vitund
þjóðarinnar.
Þetta er geysiyfirgripsmikið rit, eins og fram er komið, með viðamikilli
ritaskrá þar sem ósjaldan er vísað til skrifa fólks sem var ekki langskóla-
gengið. Nákvæmni einkennir ritið og frágangur er mjög góður. Ég hnaut þó
um að Skuldelev-skipið frá Hróarskeldufirði, sem telst helst vera knörr
(Skuldelev 1), hafi verið smíðað 1060‒70 (bls. 219). Í upplýsingum frá
viðkomandi safni segir þó að skipið sé frá á að giska 1030 en reyndar segir
líka um það bil 1030‒50. Hins vegar hafi verið gert við það með viði frá
1060‒70. Höfundur telur þá eina leið færa að reikna með að landnámsskip
hafi verið eins og umrætt skip, og borið 25 tonn, en ekki eins og Gokstad -
skipið þótt vitað sé að slík skip hafi verið til á landnámstíma. Ég er sammála
um að hafna Gaukstaðaskipinu sem meginviðmiðun um skip landnema;
það var að minnsta kosti svo stórt og mikið að bændur í Vestur-Noregi hafa
varla almennt átt slíkt skip. Ég hef jafnan miðað við það sem ég hef lesið, að
skip eins og Skuldelev 1 hafi þróast þegar siglingamenn fóru að glíma við
ritdómar214
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 214