Saga - 2017, Side 217
Íslandsála og kannski ekki orðið til í sinni mynd fyrr en seint á 10. öld. Þetta
vitum við þó ekki en hitt er ekki ósennilegt að nokkrir landnemar, kannski
ófáir, hafi reynt að komast yfir hafið á enn minni og ótraustari skipum. Þá
má hafa í huga ábendingar Lúðvíks kristjánssonar um breiðfirska land-
námssiglingu til Grænlands á heldur smáum bátum.
Höfundur telur að fræðimenn hafi gleymt náttúrulegu áttaskyni þegar
þeir reyni að gera grein fyrir hvernig ratað var yfir höfin (bls. 221). Það er
varla svo. Það er hluti af því sem nefnist „dead reckoning“ á ensku og var:
„The estimate of a ship‘s position from the courses steered and distance
run“ (Marcus). Þá var mikilvægt að vita nokkurn veginn hvaða stefnu ætti
að taka á upphafsstað og svo var galdurinn að halda henni og reyndi á að
lesa vísbendingar í náttúrunni og hafa tilfinningu fyrir áttum í tækjaleysi,
sem og að skilja og skynja vegalengdir. En hvernig rötuðu hinir fyrstu?
Líklega hrakti hingað skip en áhöfnum hefur síðan tekist að rata heim aftur
og gátu þannig leiðbeint öðrum.
Í þessu síðasttalda, um skip og siglingatækni, geri ég eins og höfundur,
ræði vitnisburði bestu heimilda, kanna rök með og móti og set loks fram til-
gátu á grundvelli þessa um það sem mér finnst líklegast. Bókin er örvandi
að þessu leyti og fagnaðarefni og hefur mikið handbókargildi. Eftirleiðis
geta menn ekki leyft sér að rita um landnám Íslands án þessa að líta í um -
rædda bók og kanna hvað þar segir um efnið.
Helgi Þorláksson
Árni Daníel Júlíusson, MIÐALDIR Í SkUGGSJÁ SVARFAÐARDALS.
Rit Þjóðminjasafns Íslands XLIII. Þjóðminjasafn Íslands og JPV útgáfa.
Reykjavík 2016. 339 blaðsíður. Myndir, kort, nafnaskrá.
kristján Eldjárn þjóðminjavörður var í hópi fremstu fræðimanna um ís -
lenska miðaldasögu þegar hann tók við embætti forseta Íslands 1968. Þótt
hann hafi sinnt fræðunum enn um sinn meðfram embættisstörfum varð það
aldrei í þeim mæli sem vonir hans stóðu til og ýmis verkefni, sem hann
hugðist ýta úr vör, komust lítt eða ekki á rekspöl. kristján var, sem kunnugt
er, Svarfdælingur, uppalinn á hinum forna kirkjustað Tjörn, og eitt þessara
verkefna var miðaldasaga Svarfaðardals á grundvelli fornminja. Hann
skrifaði frumdrög að ritinu 1974 en komst ekki lengra — eini fullburða text -
inn sem komst á blað er stuttur formáli eða inngangur að „Svarfaðardals -
pésa“, sem prentaður er fremst í fyrirliggjandi bók. Löngu síðar fól Sögu -
félag Svarfdæla sveitunga kristjáns, Árna Daníel Júlíussyni sagnfræðingi,
að taka verkið upp og auka við það vitnisburði ritheimilda og öðru því sem
varpað gæti ljósi á eðli og þróun samfélags í dalnum fram á fimmtándu öld.
Að verkinu vann Árni Daníel í rannsóknarstöðu dr. kristjáns Eldjárns við
ritdómar 215
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 215