Saga - 2017, Page 221
SAGA ÍSLANDS XI. Ritstjórar Pétur Hrafn Árnason og Sigurður
Líndal. Hið íslenzka bókmenntafélag og Sögufélag. Reykjavík 2016. 440
bls. Myndir, myndrit, nafnaskrá.
Saga Íslands XI, síðasta bindið í hinni stóru ritröð um Sögu Íslands, kom út
árið 2016. Eins og gerð er grein fyrir í formála ritsins þá má rekja sögu þessa
verks 50 ár aftur í tímann. Hugmyndin að því vaknaði þegar verið var að
undirbúa 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og átti það að „bæta úr skorti á
alþýðlegu yfirlitsriti sem tæki fyrir gjörvalla sögu landsins“ (bls. VII). Talið
var í fyrstu að þessi saga mundi rúmast í tveimur til þremur bindum en þau
eru nú orðin ellefu. Að þessu lokabindi verksins eru þrír höfundar. Megin -
kaflann ritar Pétur Hrafn Árnason (bls. 3–258) en aðrir höfundar eru Sigurð -
ur Líndal (bls. 263–316) og Jón karl Helgason (bls. 319–410).
Miklar breytingar hafa átt sér stað í íslensku þjóðfélagi síðan hugmyndin
að ritröðinni kviknaði og að sumu leyti hefur sagnfræðin sjálf tekið stakka-
skiptum. Meðal spurninga sem eru á kreiki í sagnfræðiumræðu samtímans,
á því herrans ári 2017, eru m.a. hvað yfirlitssaga sé, hvort hægt sé að skrifa
yfirlitssögu og hvað yfirlitssaga eigi að innihalda svo að hún standi undir
nafni. Það verkefni að skrifa yfirlitssögu er flókið og jafnvel þversagnakennt.
Færa má rök fyrir því að yfirlitssögur séu mikilvægar, m.a. til að kerfisbinda
eða strúktúrera sögu ákveðinnar heildar, í þessu tilviki sögu íslensku þjóðar-
innar. En um leið hefur slík sagnfræðiritun mætt ágjöf á síðustu áratugum
frá alls kyns nýjum straumum og stefnum sem fram hafa komið, t.d. menn-
ingarsögu, kvenna- og kynjasögu og póstmódernískum áherslum. Sett hefur
verið spurningarmerki við hvort það markmið að skrifa yfirlitssögu sé raun-
hæft og þá hafa ekki síður verið settar fram nýjar hugmyndir um hvað yfir-
litsrit eigi að innihalda. Áhugavert er að sjá hvernig tekist er á við slíkar
spurningar í þessu ellefta og síðasta bindi verksins.
kafli Péturs Hrafns Árnasonar ber heitið „Frá herra Cable til doktor
Franeks. Saga Íslands 1919−2009“. Titillinn sjálfur er áhugaverður og má
e.t.v. velta því fyrir sér hvort höfundur vilji fjarlægja sig frá þjóðernislegri
túlkun sögunnar. Í það minnsta eru það ekki helstu íslensku framámenn 20.
aldar sem eru í aðalhlutverki hér heldur afskiptasamur breskur ræðismaður
að nafni Eric Grant Cable, er var á Íslandi í tíð fyrri heimsstyrjaldarinnar, og
fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek Rozwadowski sem kom til lands-
ins árið 2009, annar erlendur embættismaður sem átti að „vakta íslenskar
stjórnarathafnir“ (bls. 249). Rammi frásagnarinnar og það sem hún hverfist
um er að verulegu leyti stjórnmálasaga og hagsaga. Í formála kaflans segir
að dregin sé upp „mynd af samfélagi sem í upphafi tímabilsins var eitt hið
fátækasta í Vestur-Evrópu en um miðbik 20. aldar var það komið í hóp
hinna efnuðustu og hélt þeirri stöðu fram á 21. öld þótt ýmiss konar áföll
riðu yfir þjóðina“ (bls. VIII). Án þess að farið sé út í umræðu um hvað skipti
mestu í sögunni og í sagnfræðilegri aðferðafræði eru það þó þessi svið sem
ritdómar 219
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 219