Saga


Saga - 2017, Blaðsíða 223

Saga - 2017, Blaðsíða 223
ekki spánný túlkun en þó ágætis dæmi um að höfundur er víða óhræddur við að taka afstöðu til mála. Þeirri aðferð að skoða samfélagsþróun og atburði í gegnum tilteknar persónur og atvik er stundum beitt í bókinni. Þannig er t.d. fjallað um vand- ann við að halda uppi sjálfstæðri peningamálastefnu með því að lýsa því þegar ungur nemi, Hendrik Ottósson, gekk inn í Íslandsbanka föstudaginn 12. september 1919 og vildi fá að skipta tiltekinni fjárhæð, sem nam tvenn - um og hálfum árslaunum forsætisráðherra, fyrir gull. Og breytingar á íslenskri híbýla- og neyslumenningu eru séðar með augum Lenu Bergmann sem fluttist frá Moskvu til Íslands árið 1963 ásamt eiginmanni sínum Árna Bergmann. Tilvísanir í bókmenntir eru einnig dregnar inn, eins og þegar vitnað er í Guðsgjafaþulu eftir Halldór Laxness í umræðu um svokallaða síldar spekúlanta. Þessi aðferð er vissulega vel þekkt og hún virkar á margan hátt vel hér til að brjóta upp textann og halda lesendum við efnið. Þá er annað einkenni á ritinu sem mér finnst vera kostur og hann er sá að enda þótt þetta sé yfirlitsrit beitir höfundur yfirleitt ekki mjög stórum strokum í efnistökum. Hann er tiltölulega nákvæmur í úttekt sinni á hinum ýmsu efnum miðað við það sem formið leyfir. Sá háttur er oft hafður á í yfir- litsritum, bæði íslenskum og erlendum, að vitna alls ekki til heimilda inni í texta. Oft er einungis getið um helstu rit, sem höfð voru til hliðsjónar, í lok bókarinnar. Hér er hins vegar farin sú leið að vitna til heimilda inni í texta og eykur það að mínu mati á notagildi ritsins. Þó má segja að það hefði mátt vera meira samræmi í því hvernig vitnað er til rannsókna fræðimanna sem hafa fjallað um tiltekin efni — það er stundum gert og stundum ekki. Þá er ástæða til að nefna sérstaklega töflur í bókinni eða myndrit, sem Pétur Hrafn hefur einnig hannað. Hvort tveggja er afar vel heppnað. Mig langar einnig að víkja nokkrum orðum að umfjöllun um kvenna- og kynjasögu í þessum meginkafla í Sögu Íslands XI. Árið 1972 birtu 20 konur í nýju kvennahreyfingunni opið bréf í Þjóðviljanum til „ritstjóra væntanlegrar Íslandssögu Sverris kristjánssonar sagnfræðings“. Bréfið birtist einnig í heild í Morgunblaðinu en án nafna kvennanna. Ennfremur setti Vísir stutta frétt um það á baksíðu. yfirskriftin í Þjóðviljanum var: „Gengið hefur verið framhjá konum í Íslandssögunni“ og vildu konurnar vekja athygli á því að „við sagnfræðilegar rannsóknir til þessa, virðist hafa verið fram hjá því gengið, að hér á landi hafa frá upphafi búið konur auk karla, stundað hér störf í þágu þjóðfélagsins og lagt sitt af mörkum til viðhalds þjóðarinnar.“ Var það krafa þeirra að þessi saga yrði jafnframt „saga hinnar íslenzku konu“. (Þjóðviljinn 26. maí 1972, bls. 4. Sjá einnig Morgunblaðið 26. maí 1972, bls. 8, og Vísir 25. maí 1972, bls. 15.) Þá vaknar spurningin: hvernig standa þessi mál nú, tæpri hálfri öld síðar? Er ennþá gengið framhjá konum í Íslandssögunni og þá nánar tiltekið í þessu síðasta bindi af Sögu Íslands? Er plássið, sem kvennasaga fær, rétt- ritdómar 221 Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.