Saga - 2017, Page 226
yfirskriftina „Frá konungsríki til lýðveldis“. Þetta efni er mér ekki mjög
kunnugt en kaflinn er afar læsilegur og gefur skýra innsýn í efnið. Og sumt
er reyndar líka skemmtilegt, eins og umfjöllun höfundar um helstu utan -
ríkis mál eftir 1918. Þau snerust m.a. um ágreining við Norðmenn út af tolli
á síldartunnur, ónógar bætur til handa sænskum kaupmönnum fyrir ull,
sem hafði verið tekin eignarnámi, og deiluna um Spánarvín.
Þegar á heildina er litið býður þetta rit á margan hátt frísklega og áhuga-
verða umfjöllun um sögu þjóðarinnar á tímabilinu og er þannig góður loka-
punktur á þessu mikla verki.
Sigríður Matthíasdóttir
Davíð Logi Sigurðsson, LJÓSIN Á DETTIFOSSI — ÖRLAGASAGA.
Sögur Útgáfa. Reykjavík 2016. 266 bls. Aftanmálsgreinar og myndaskrá.
Titill bókarinnar Ljósin á Dettifossi eftir Davíð Loga Sigurðsson vísar til þess
er fimm ungar dætur Davíðs Gíslasonar, stýrimanns á Dettifossi, rýna út um
glugga í risherbergi á Njarðargötunni í Reykjavík. Þetta er í desember 1944
og þótt öllum sé ljóst að Þjóðverjar hafi tapað stríðinu hafa þeir ekki gefist
upp og kafbátar þeirra eru enn á sveimi um Atlantshafið. Skipin þurfa því
að takmarka ljósanotkun. Stelpurnar ungu fylgjast með skipinu sigla úti
fyrir Skerjafirði. Þær vita að það var Davíð sjálfur sem sá um að slökkva ljós-
in á skipinu. Það var það síðasta sem þær sáu til föður síns því hann var
einn þeirra fimmtán sem létust er þýskur kafbátur sökkti skipinu 21. febrúar
1945. Þetta er því dramatísk stund í lífi ungu stúlknanna og reyndar allra
Íslendinga. Fimmtán manns er mikil blóðtaka og harmdauði fyrir jafnfá-
menna þjóð. Aðeins rúmu ári áður hafði Goðafoss hlotið sömu örlög en þar
fórust 25 manns.
Höfundur er á bókarkápu titlaður sagnfræðingur og blaðamaður. Hann
tengist umfjöllunarefninu einnig nokkrum tilfinningaböndum því Davíð
Gíslason stýrimaður var afi hans. Aðkoma höfundar að verkinu er því
þríþætt. Hann nálgast það sem fræðimaður, blaðamaður og barnabarn. Við
lestur bókarinnar finnst manni sem þessar leiðir fari ekki alltaf saman og
blaðamaðurinn og barnabarnið verði sagnfræðingnum yfirsterkari. Höfund -
ur leyfir sér að skálda í eyðurnar og þá sérstaklega hvað varðar afa hans,
Davíð Gíslason. Það er skiljanlegt þegar höfundur hefur svo sterkar tilfinn-
ingar til verksins en stundum gengur það of langt, sérstaklega að því er
lýtur að þýsku kafbátsmönnunum.
Í bókinni er vissulega notast við heimildir úr ýmsum áttum. Þar má
finna blaðagreinar, viðtöl, ævisögur, sjópróf og opinber bréf. Úrvinnsla
heimildanna er frekar almenn og þar eð mannlegi þátturinn er viðamikill í
ritdómar224
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 224