Saga


Saga - 2017, Side 227

Saga - 2017, Side 227
sögunni virðist sem viðtöl og ævisögur leiki hér stórt hlutverk. Höfundur leyfir sér einnig, eins og áður segir, að notast við skáldskapargáfuna, ekki síst er hann greinir frá ævi afa síns. Hann setur sig í spor sjómannsins Davíðs og ímyndar sér hvernig honum hafi liðið við ýmsar aðstæður. Það er í raun ekkert út á það að setja en það rýrir nokkuð sagnfræðigildi bókar- innar. Það er þó virðingarvert að höfundur segir lesandanum jafnan frá því í aftanmálsgreinum er hann leyfir andanum að koma yfir sig. Líklegast á þessi bók þó ekki að vera sagnfræðirit heldur einmitt það sem á bókarkápu stendur: Örlagasaga. Höfundur reynir að fanga tíðarandann með því að segja sögur ýmissa aðila sem jafnvel ekki tengjast Dettifossi beint. Davíð Gíslason leikur stórt hlutverk í bókinni. Sagt er frá ævi hans, því þegar hann varð ekkill og kynntist að lokum seinni eiginkonu sinni. Í kafl- anum „Lykkjur á lífsleiðinni“ er stökk tekið í tíma og sagt frá því er hann var skipverji á barkskipinu Eos sem komst við illan leik frá Svíþjóð til Íslands árið 1919. Einnig er frásögn af ferðum Gullfoss sem varð innlyksa í Danmörku er Þjóðverjar hernámu landið. Farþegarnir þurftu að koma sér alla leið til Petsamo í nyrsta hluta Finnlands til að komast um borð í Esju og sigla heim til Íslands. Sú frásögn er spennandi og skemmtileg. Það má vel fyrirgefa höfundi að leika sér með skáldskapargáfuna því hann gerir það að öllu jöfnu af næmi og virðingu fyrir sögunni og persónunum. Höfundi hefur þó stundum verið fullmikið í mun að segja sögu sem flestra og lesandinn getur því hæglega orðið nokkuð ringlaður við að lesa um örlög allra þeirra sem tíndir eru til sögunnar. Sagt er frá flestum, ef ekki öllum, sem voru á Dettifossi þennan örlagaríka dag og rýnt í ævi þeirra og aðstæður. Einnig fer drjúgur kafli í að segja frá ferðum Gullfoss á stríðsár- unum. Ýmsar aðrar persónur eru einnig nefndar til sögunnar og alltaf er þung áhersla á harm og erfiði, sagt frá baráttu við berkla og barnadauða. Þetta er áhugaverð saga og höfundur er ágætur sögumaður. Ef til vill hefði verið að betra að þrengja sjónarsviðið aðeins. Bókin hefði kannski orðið styttri en jafnframt hnitmiðaðri. Saga Davíðs Gíslasonar og fjölskyldu hans gæti í raun staðið undir heilli bók. Eins og áður sagði getur örlagasagan öll orðið lesandanum nokkuð yfirþyrmandi. Sumu hefði hugs- anlega mátt sleppa. Í kaflanum „Enn skal jarða mann“ (bls. 253−261) er frá- sögn af íslenskum ógæfumanni sem að lokum sviptir sig lífi. Þó er lítið kafað ofan í ævi mannsins eða reynt að komast að því hvað olli því að líf hans tók þessa skelfilegu stefnu. Maður fær á tilfinninguna að þessu sé bætt við til að gera tilfinningaölduna enn dýpri. Ástæða er einnig til að gera athugasemd við nokkuð er lýtur að áhöfn kafbátsins U-1064 sem sökkti Dettifossi. Davíð segir á einum stað: „Menn eins og Schneidewind skipherra og áhöfn hans eru hins vegar uppfullir af hollustu í garð þýska ríkisins og foringjans og því skal haldið áfram að berj- ast þótt allt sé löngu tapað“ (bls. 182). Hér er gefið í skyn að kafbáts for - inginn sé jafnvel flokkshollur nasisti en ekki er getið neinna heimilda sem ritdómar 225 Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 225
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.