Saga - 2017, Blaðsíða 230
Fyrsta ritið í Heimildasafni Sagnfræðistofnunar var útgáfa Arnar Hrafn -
kels sonar á bók Magnúsar Stephensens, Ræður Hjálmars á Bjargi …, sem kom
fyrst út árið 1820 og er talin veita skýra innsýn í hugarheim og samfélagssýn
Magnúsar. Bókinni fylgdi inngangur, 41 blaðsíða að lengd, og einnig skýr -
ingar neðanmáls. Árið 2000 birtist svo útgáfa Más Jónssonar á tólf dómum,
einni yfirheyrslu og einu bréfi úr dulsmálum frá árunum 1656−1877, sem
Már hafði unnið með í kandídatsritgerð sinni frá árinu 1985, að viðbættu
efni sem hann hafði rekist á við rannsóknir sínar á ævi Árna Magnússonar.
Þessu efni fylgdi Már úr hlaði með ítarlegum 45 blaðsíðna inngangi og svo
36 síðna annál dulsmála í bókarlok.
Árið 2016, eftir fimmtán ára hlé, kom út þriðja bindið í ritröðinni en það
er útgáfa Önnu Agnarsdóttur og Óðins Melsteð á þremur frásögnum Jör -
undar Hundadagakonungs af valdaráni hans sumarið 1809. Þessar frásagnir
voru ætlaðar til útgáfu á sínum tíma en af einhverjum ástæðum varð ekkert
af þeim fyrirætlunum. Handrit þeirra komust í eigu Williams J. Hooker
grasa fræðings, sem kom til Íslands með Jörundi sumarið 1809, en afkom-
endur Hookers afhentu þau síðar British Library þar sem þau eru nú
varðveitt (Egerton Collection, MS 2067−2068). Þessi útgáfa er frábrugðin
hinum fyrri í þessari ritröð að því leyti að hún er á ensku og í eilítið stærra
broti.
Fyrsti hluti bókarinnar, Account of the Revolution in Iceland 1809, er löng
umfjöllun (112 bls.) um atburðarásina sumarið 1809 og eftirmál hennar þar
sem Jörundur gerir grein fyrir athæfi sínu af mikilli nákvæmni og einlægni,
að því er virðist, en hann lýkur greinargerð sinni á þessum orðum „… should
I have to act my part over again, I would exactly act in the same manner I
have done, and although I have met with disappointment in this world,
I sincerely hope I shall receive my reward in Heaven!!!“ (bls. 136). Annar
hlutinn, Historical Account of a Revolution in the Island of Iceland in the Year
1809, er endurskoðuð útgáfa af fyrsta hlutanum þar sem finna má ýmis skjöl
er tengjast atburðunum, bæði fjölmörg bréf og auglýsingar hans, alls 54
blaðsíður. Síðasti hlutinn, An account of money received and expended on the
Island of Iceland, during my stay there in the year 1809, er 78 síður að lengd og
hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um opinberar tekjur og greiðslur á
hinum stutta valdatíma Jörundar, ásamt greinargerð hans um umfang skóla-
og heilbrigðiskerfis landsins. Þarna má m.a. finna upplýsingar um greiðslur
sem sýna hernaðarbrölt Jörundar: 22. júlí fær t.d. Henrik kragh klæðskeri
greiðslu „for the making of great coats and other clothing to the military“,
daginn eftir fá vinnumenn greitt fyrir „removing six guns from Bessested to
the fort in Reikavig“, 29. júlí fær Möller járnsmiður greiðslu „for a gun
carriage“ og sama dag fá vinnumenn og -konur greitt fyrir „erecting a fort“
(bls. 204−205).
Bókinni fylgir æviágrip helstu aðila, skýringar á helstu stofnunum og
embættum, listi yfir þau skip sem komu við sögu ásamt nafna-, staða- og
ritfregnir228
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 228