Saga - 2017, Page 231
skipaskrá. Þá eru skýringar neðanmáls við texta Jörundar, einkum um ein-
staklinga sem hann vitnar til. Anna skrifar stuttan formála þar sem hún
segir frá tilurð útgáfunnar og Óðinn Melsteð skrifar 15 síðna inngangskafla
um ævi Jörundar og stutta greinargerð um frágang textans.
Mikilvægi þessara frásagna Jörundar er einna helst fólgið í því að þær
eru samtímaheimildir, skrifaðar stuttu eftir valdaránið eða á árunum
1809−1813. Þær eru því nákvæmari heimildir um atburðina en sjálfsævisaga
Jörundar, sem kom út 1835 og 1838 (og í breyttu formi í útgáfu James
Francis Hogan árið 1891), eins og Anna bendir á í formála bókarinnar.
Athæfi Jörundar og fylgismanna hans sumarið 1809 hefur jafnan verið talið
einn furðulegasti atburðurinn í sögu landsins og hafa margir fjallað um
hann á einn eða annan hátt, jafnt á sviði sagnfræði og skáldskapar. Útgáfa
Önnu og Óðins er fróðleg viðbót við aðrar frumheimildir sem birst hafa á
prenti um þessa atburði, einkum í doktorsritgerð Helga P. Briem, Byltingin
1809 (1936), og viðauka við Sögu Jörundar Hundadagakonungs eftir Jón
Þorkelsson (1892).
Í fyrrnefndu erindi um heimildaútgáfur hvatti Anna sagnfræðinga til að
leggja útgáfu frumheimilda lið a.m.k. einu sinni á fræðilegri ævi sinni (bls.
123). Það má hiklaust taka undir þau orð og vonandi verður stutt í næstu
útgáfu í þessari ritröð Sagnfræðistofnunar.
Bragi Þorgrímur Ólafsson
THE CAMBRIDGE HISTORy OF SCANDINAVIA II. bindi. 1520‒1870.
Ritstjórar E. I. kouri og Jens E. Olesen. Cambridge University Press
2016. 1152 + xxiv bls. Heimildaskrá, atriðisorðaskrá, myndir, kort og
töflur.
Loksins er komið út annað bindi af Cambridge History of Scandinavia en fyrsta
bindið kom út árið 2003. Í það skrifuðu tveir Íslendingar, Magnús Stefáns -
son og Vésteinn Ólason. Í þessu bindi á aðeins einn íslenskur sagnfræðingur
grein og er það undirrituð, en ég vil strax taka fram að ritfregn þessi var
pöntuð af ritstjóra Sögu. Annað bindið (af þremur) hefur verið lengi í
fæðingu og ber ritið þess merki. Það er áratugur síðan ég sendi inn kaflann
samkvæmt þáverandi áætlun. Leitt er að a.m.k. átta höfundar (af 38) skuli
vera látnir þegar ritið kemur loks út.
Ljóst er að hugtakið Skandinavía þýðir hér ekki eingöngu Noregur,
Svíþjóð og Danmörk, þótt flestir höfundar séu frá þessum löndum, heldur
einnig Finnland og Ísland. Annar ritstjórinn er Finni og skrifa átta finnskir
sagnfræðingar í ritið.
Hér er um að ræða stórt og mikið yfirlitsrit um sögu Norðurlanda á
tíma bilinu 1520‒1870, skrifað að mestu af þekktum norrænum sagnfræðing-
ritfregnir 229
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 229