Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.2021, Qupperneq 19

Strandapósturinn - 01.06.2021, Qupperneq 19
18 Þangað var gott að koma. Reyndar var alltaf gott að koma til ömmu, hvar sem hún var. Hún kom þó heim á Finnbogastaði á vorin og fór aftur til Akureyrar á haustin. Hún var einn af þessum ómissandi vorboðum rétt eins og rauðmaginn. Hún vann á Hlíð til sjötugs. Amma naut ellinnar að mörgu leyti en greinilegt var að hún saknaði þess að fá ekki gesti á hverjum degi. Þó leiddist henni aldrei, enda sjálfri sér nóg og fann sér alltaf eitthvað til dundurs. Hún var líka dugleg að fara út með kunningjum sínum á spilavistir, bingó og annað sem var í boði. Hún hafði jú alltaf verið mannblendin. Lífið gekk sinn vanagang á Akureyri og þar líkaði henni vel. Dag einn lenti hún þó í því óhappi að detta í hálku og lærbrotna. Þarna var hún um áttrætt og þurfti að ganga við staf eftir það. Það aftraði henni þó ekki að koma heim á Finnbogastaði sumarparta og fara í gönguferðir út með sjó og taka til á rekanum, þvílíkur forkur sem hún var. En heils- unni fór hægt hrakandi eftir þetta. Hún komst að í dagvistun á Hlíð. Það þótti henni gaman. Þar var ýmislegt í boði fyrir eldri borgara en amma hafði mestan áhuga á handverkinu. Sjónin var farin að versna svo að hún var að mestu hætt að sauma út og prjóna. Eins og hennar var siður þá gerði hún gott úr því og prófaði að fara að mála á tau. Það fórst henni ágætlega úr hendi og með æfingunni urðu stykkin hennar mörg falleg. Það var farið að bera á kölkun hjá ömmu og árið 2006 flutti hún alveg á Hlíð. Hún fékk þar ágætt herbergi með gluggum í tvær áttir og fallegu útsýni yfir Eyjafjörðinn. Henni leið ágætlega þar þó svo að hún sættist aldrei almennilega við það að vera komin á elliheimili. En eins og svo oft áður þá lét hún sig hafa það og gerði gott úr því. Árin liðu og heilsan fór enn versnandi. Henni varð alltaf tíðræðara um það að nú væri hún búin að fá nóg og hún skildi ekki þetta óréttlæti í lífinu að geta ekki sleppt af henni tökunum. Hún talaði oft um það að nú mætti hann Steini hennar fara að koma til að sækja hana. Það var átakanlegt að horfa upp á þessa sterku, glæsilegu og hlýju konu hægt og rólega verða ósjálfbjarga og missa lífsviljann. Hún sem hafði alltaf verið manna seigust, hörð af sér og þrátt fyrir allt, þakklát fyrir lífið. Hún tók loks ákvörðun og hætti að nærast. Hún þurfti ekki að bíða nema í viku. Þann 6. janúar 2012 kom afi loksins og sótti hana. Hvort hann hefur komið á Vind sínum eða Skjónu veit ég ekki en líklegt er að hann hafi haft Jarp hennar ömmu með sér í taumi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.