Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 39

Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 39
38 inn var borinn upp í hey á holti þarna á staðnum og sótt að vetri þegar vötnin hafði lagt og drógum við Sævar minn þetta heim á sleða. Langverst var að komast upp af Bæjarvötnunum í Bauluskarðið en eftir það var betra á undanhaldinu. Þetta fór nú að batna þegar kom fram á miðjan fimmta áratuginn þegar vélar komu til sögunnar. Það voru ansi litlir ræktunarmöguleikar á þessu landi sem ég fékk því það var að mestu gróðurlaus melur enda var ég fljótt kallaður strákurinn á melnum. Reyndar var hægt að gera svolítið tún fyrir neðan bakkana niðri við sjóinn. Þegar ég réðst í það að gera tún á melnum byrjaði ég á að taka allt stærsta grjótið og safna því í eina grjóthrúgu. Við fjárhúsin hans Guðmundar Ragnars var líka mikið grjót. Ég lét ýta jarðvegi yfir melinn og hylja hann sem mest og einnig ýta fram brekkunni vestan við íbúðarhúsið en það var grunnt á klöppinni svo það var ekki hægt nema á takmörkuðu svæði. Það var um þetta leyti sem við Halldór fengum Farmalinn og gat ég notað hann til að herfa þessi flög og slétta svo hægt væri að sá í þau. Fljótlega fór að fást gras af þessum blettum og spratt alveg furðanlega þó að jarðvegurinn væri grunnur. Fékkst af þessu nóg hey handa kúnni í það minnsta. Seinna keypti ég sex hektara lands á svokölluðum Bjarnarnes- mýrum og þegar ég hafði ræktað það land hafði ég alltaf nóg hey fyrir fyrir þær skepnur sem við höfðum. Ég fékk Björn bróður minn til að byggja hlöðu við fjárhúsin, eina húsið í Bakkagerði sem ég byggði ekki sjálfur. Birni bróður þótti ég vera stórtækur í grunni hlöðunnar og hann lét það fylgja með að ég fengi aldrei nóg hey til að fylla hana. En þegar ég fór að fá töðu af túnunum á Bjarnarnes- mýrum og þessum blettum heima við fór það nú þannig að hlöðurnar tóku ekki við öllu heyinu svo ég varð að bera upp í hey á Bjanarnesmýrunum. Það vakti athygli margra sem fóru um þetta stóra hey enda var það mjög stórt. Ég þurfti ekki að nota allt þetta hey og leyfði ég þeim að fá sér hey sem urðu heylausir að vori. Bústofninn hjá okkur var yfirleitt 140 kindur og 2 kýr. Svo hafði ég eitt naut í tvö ár sem var af Kluftakyni, sem var gott kúakyn. Ég fékk kvígu frá Hellu af þessu kyni og var boli undan henni, bröndóttur eins og hún. Hann var alveg meinlaus og það var svo gott að fara með hann því hann fylgdi mönnum alveg eftir og þurfti aldrei að taka í band hjá honum. Við höfðum líka nokkrar hænur fyrir heimilið. Sævar minn var með okkur alla tíð meðan við vorum þarna fyrir norðan og sá um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.