Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 85

Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 85
84 Borðeyrarfélagið starfaði í sjö ár eða til 1877 að starfsemi þess lagðist af og við tók kaupmannsverslun sem réð allri verslun á Borðeyri til ársins 1886 að Verslunarfélag Dalamanna var stofnað í Hjarðarholti 23. júlí 1886. Torfi Bjarnason í Ólafsdal var forkólfur að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess. Verslunarfélagið starfaði alla tíð sem pöntunarfélag, en rak aldrei fasta verslun. Verslunarfélagið flutti út lifandi sauði og annað geldfé, hross, ull og fleira, keypti erlenda vöru fyrir hluta fjárins, en skilaði afgangnum í formi peninga til bændanna, sem stóðu að útflutningnum. Þessi verslun skipti bændur á verslunarsvæðinu mjög miklu og virkaði raunar eins og vítamínsprauta inn í samfélagið, sem hafði varla séð peninga fram að þessu. Auk Dalasýslu náði félagið yfir Austur-Barðastrandarsýslu vestur í Gufudalssveit, Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu austur í Þverárhrepp, um Snæfellsnes norðanvert og suður í Miklaholtshrepp. Verslunarfélag Dalasýslu starfaði í um 20 ár og upp úr því urðu kaup- félögin á þessu svæði til. Fróðleiksmolar um Verslunarfélag Dalamanna „Verzlunarfélag Dalamanna“ var stofnað 188611, annað pöntunarfélagið sem stofnað var hér á landi. Fyrstu 10 ár félagsins frá 1886—1895 flutti það inn vörur fyrir 47.600 krónur að meðaltali á ári og auk þess 16 þúsund krónur í peningum ár hvert. Árið 1903 flutti það inn vörur fyrir 19.800 krónur. Öll árin, frá 1886—1903, hefir félagið flutt inn vörur fyrir 816.300 krónur og auk þess 177.000 krónur í peningum. Varan er talin hér og annars staðar með félagsverði. Varasjóður og kaupfélagssjóður var talinn árið 1903, nálægt 14.000 kr.“12 11 Dagblaðið Vísir 28. ágúst 2000: Torfi Bjarnason, skólastjóri i Ólafsdal fæddist 28. ágúst 1838. Hann var sonur Bjarna Bjarnasonar í Bessatungu og k.h., Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Tindum á Skarðsströnd Guðmundssonar. Torfi var líklega merkasti frumkvöðull að bættum búskaparháttum hér á landi á 19. öldinni og mikill athafna- og hugsjónamaður. Hann fór til Skotlands, var þar fimm misseri að læra jarðyrkju og skrifaði þá þaðan bréf um búskapar- og landshætti í Ný félagsrit. Þá fór hann tvívegis til Bretlands og allt til Nebraska i Bandaríkjun um til að huga að landskostum. Torfi setti bú að Varmalæk í Borgarfirði 1868 og í Ólafsdal í Dölum 1971 en þar bjó hann til æviloka. Torfi stofnaði skóla í Ólafsdal fyrir bændasyni og hélt þar uppi skólastarfi þar til bændaskólum var komið á stofn. Auk þess stofnaði hann Versl- unarfélag Dalamanna 1885 og Kaupfélag Saubæinga og var forstöðumaður hvors tveggja. Hann setti upp tóvinnuvélar í Ólafsdal og smíðaði fjölda jarðyrkjutækja. Þá vann hann mikið þjóðþrifaverk er hann breytti lagi ljáanna sem notaði voru hér á landi. Kona Torfa var Guðlaug Zakaríasdóttir en meðal barna þeirra var Ingibjörg, skólastjóri Kvennaskólans á Akureyri, Ásgeir efnafræðingur og Ragnheiður, móðir Torfa sáttasemjara og Snorra skálds. 12 Timarit.is: Búnaðarrit 2. árgangur 1906, 1. tölublað, bls. 70.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.