Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 104
103
Kaupfélagið
Kaupfélag Bitrufjarðar á Óspakseyri var lítið kaupfélag, rekið og stjórnað
af litlu samfélagi, sem skyldi hversu mikla þýðingu það hafði fyrir alla og
hversu mikilvægt var að standa fast saman og verja það áföllum. Rekstur-
inn var ekki alltaf auðveldur, aðföng til verslunarinnar voru fyrstu árin
flutt með skipum, eða allt fram yfir 1960 að fór verulega að draga úr
skipakomum enda vegir farnir að batna og flutningar um landveg bæði
hentugri og fyrirhafnarminni heldur en strjálar ferðir strandferðaskipanna.
Þar kom að skipakomur lögðust alveg af og allur flutningur að og frá kaup-
félaginu var fluttur landveg eftir það.
Vinna við uppskipun úr strandferðaskipunum var streðsöm, til verksins
voru notaðir sérstakir uppskipunarbátar, sem voru dregnir eða þeim róið í
land, stundum voru þeir dregnir af trillum og lengst af losaðir með hand-
afli, ef undan eru skilin nokkur ár sem gömul skurðgrafa var notuð til þess
að hífa þungavöru upp úr bátunum.
Verslunin skipti miklu máli fyrir samfélagið. Þangað gátu menn sótt
nauðsynjavöru til heimilis, fóðurbæti fyrir búfénað, áburð og ýmislegan
annan varning sem kaupfélagið sá um að panta og afgreiða. Eins og áður
er getið, passaði stjórn og kaupfélagsstjórar24 upp á að skuldasöfnun ein-
staklinga keyrði ekki úr hófi og yrði viðkomandi ofviða. Daglegt eftirlit
með skuldasöfnun hvíldi á herðum kaupfélagsstjóra og þegar reiknings-
haldið er skoðað virðist ekki leika neinn vafi á að vel hafi til tekist. Það
sést í reikningum að einstaka ár hafi skuldir viðskiptamanna um áramót
verið nokkrar, en þá leið aldrei langur tími þangð til tekið var í taumana
og skuldastaðan færð í gott horf á ný. Þegar rekstri kaupfélagsins lauk árið
2004 stóð skuld viðskiptamanna aðeins í 21.723 krónum, geri aðrir betur.
Óhætt er að fullyrða að kaupfélagið hafi verið einstaklega lánssamt
með stjórnendur, sem sést best á því að þeir hafa allir látið sér annt um
reksturinn og virðast hafa hugsað um hann eins og kaupfélagið væri þeirra
persónulega eign. Ábyrgð og vandvirkni samfara áhuga á að veita sam-
félaginu þá þjónustu sem frekast var kostur má lesa út úr ótal fundar-
gerðum stjórnar og aðalfunda allan rekstrartímann.
Lengstan starfstíma eiga tveir kaupfélagsstjórar og er annar þeirra
24 Oft kallaðir framkvæmdastjórar, en ég kýs að kalla þá kaupfélagsstjóra til samræmis við
stöðuheiti stjórnenda í kaupfélögum landsins.