Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 104

Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 104
103 Kaupfélagið Kaupfélag Bitrufjarðar á Óspakseyri var lítið kaupfélag, rekið og stjórnað af litlu samfélagi, sem skyldi hversu mikla þýðingu það hafði fyrir alla og hversu mikilvægt var að standa fast saman og verja það áföllum. Rekstur- inn var ekki alltaf auðveldur, aðföng til verslunarinnar voru fyrstu árin flutt með skipum, eða allt fram yfir 1960 að fór verulega að draga úr skipakomum enda vegir farnir að batna og flutningar um landveg bæði hentugri og fyrirhafnarminni heldur en strjálar ferðir strandferðaskipanna. Þar kom að skipakomur lögðust alveg af og allur flutningur að og frá kaup- félaginu var fluttur landveg eftir það. Vinna við uppskipun úr strandferðaskipunum var streðsöm, til verksins voru notaðir sérstakir uppskipunarbátar, sem voru dregnir eða þeim róið í land, stundum voru þeir dregnir af trillum og lengst af losaðir með hand- afli, ef undan eru skilin nokkur ár sem gömul skurðgrafa var notuð til þess að hífa þungavöru upp úr bátunum. Verslunin skipti miklu máli fyrir samfélagið. Þangað gátu menn sótt nauðsynjavöru til heimilis, fóðurbæti fyrir búfénað, áburð og ýmislegan annan varning sem kaupfélagið sá um að panta og afgreiða. Eins og áður er getið, passaði stjórn og kaupfélagsstjórar24 upp á að skuldasöfnun ein- staklinga keyrði ekki úr hófi og yrði viðkomandi ofviða. Daglegt eftirlit með skuldasöfnun hvíldi á herðum kaupfélagsstjóra og þegar reiknings- haldið er skoðað virðist ekki leika neinn vafi á að vel hafi til tekist. Það sést í reikningum að einstaka ár hafi skuldir viðskiptamanna um áramót verið nokkrar, en þá leið aldrei langur tími þangð til tekið var í taumana og skuldastaðan færð í gott horf á ný. Þegar rekstri kaupfélagsins lauk árið 2004 stóð skuld viðskiptamanna aðeins í 21.723 krónum, geri aðrir betur. Óhætt er að fullyrða að kaupfélagið hafi verið einstaklega lánssamt með stjórnendur, sem sést best á því að þeir hafa allir látið sér annt um reksturinn og virðast hafa hugsað um hann eins og kaupfélagið væri þeirra persónulega eign. Ábyrgð og vandvirkni samfara áhuga á að veita sam- félaginu þá þjónustu sem frekast var kostur má lesa út úr ótal fundar- gerðum stjórnar og aðalfunda allan rekstrartímann. Lengstan starfstíma eiga tveir kaupfélagsstjórar og er annar þeirra 24 Oft kallaðir framkvæmdastjórar, en ég kýs að kalla þá kaupfélagsstjóra til samræmis við stöðuheiti stjórnenda í kaupfélögum landsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.