Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 105
104
Þorkell Guðmundsson kaupfélagsstjóri 1942 - 1961. Þorkell var sam-
vinnumaður og einlægur félagshyggjumaður einsog sést á viðbrögðum
hans þegar kaupfélagið var stofnað. Hann sem jarðareigandi og fyrr-
verandi starfsmaður K.H.B. greiddi götu K.B.Ó. frá stofnun þess, eins og
allar fundar gerðir vitna um. Hann lagði línurnar, hvaða stefnu og hvaða
áherslur skyldi hafa í rekstri félagsins svo það gæti sem best þjónað sam-
félaginu og þeim gildum sem það hvíldi á.
Þeir sem á eftir koma fetuðu sömu slóð.
Þegar Þorkell lét af störfum 1961, settist í hans sæti Jón Gústi Jónsson,
frá Broddanesi þá bóndi á Óspakseyri. Jón Gústi stýrði kaupfélaginu aðeins
í eitt ár 1961–1962.
Næsti kaupfélagsstjóri var Einar Magnússon, Hvítuhlíð, sem sat við
stjórnvölinn 1962 -1963.
Ólafur Einarsson Þórustöðum, kaupfélagsstjóri 1964 -1968. Síðan
varð Einar Magnússon aftur kaupfélagsstjóri 1969 – 1972.
Kalla má tímabilið 1961 – 1972 tímabil afleysinga kaupfélagstjóranna.
Þrátt fyrir að þeir sinntu starfinu bæði af alúð og samviskusemi er ljóst að
hugur þeirra stóð ekki til þess að standa í daglegum verslunarrekstri og
öllu því ambri sem honum fylgdi. Þessir menn voru fyrst og síðast félags-
lega sinnaðir bændur, sem litu á það sem samfélagslega skyldu að hlaupa
í skarðið þegar þurfti, en hugsuðu sér aldrei að gegna kaupfélagstjóra-
starfinu til langframa.
Á aðalfundi félagsins þann 10. júní 1972 undir 3. dagskrárlið um
önnur mál, tók Gunnar Sæmundsson ( frá Broddadalsá), formaður stjórnar
félagsins til máls og sagði eins og stendur í fundargerðinni:
Gunnar Sæmundsson formaður félagsins tók til máls og skýrði frá
því að framkvæmdastjórinn Einar Magnússon léti af störfum 1. júlí
næstkomandi. Einnig benti hann á að stjórn félagsins hefði leitað eftir
manni í hans stað en ekki tekist enn. Einar hefði ekki gefið kost á sér
til að starfa lengur við kaupfélagið, og endurtók hann það hér.
Það næsta sem gerist er að stjórn kaupfélagsins er kölluð saman þann
15. júlí 1972 og þar er eftirfarandi fundargerð skrifuð: