Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 151
150
sonar og var ári yngri en Ragnar, fædd að Bæ á Selströnd 19. júlí 1919
(d. 28. maí 2010). Hún flutti til Hólmavíkur með foreldrum sínum árið
1926. Haustið 1937 fóru Ragnar og Þuríður að búa saman, hann 19
ára og hún 18 ára, þá áður höfðu þau trúlofað sig og eignast eina dóttur,
Valdísi fædda 1. desember 1936. Þau hófu búskap sinn í einu herbergi í
húsi Magnúsar Lýðssonar á Hólmavík. Í þessu húsnæði fæddust svo Aðal-
heiður 1938, Unnar 1940 og Vigdís 1943. Þau voru þá orðin sex í einu
herbergi á þriðju hæð með eldunaraðstöðu með öðrum íbúum á sömu
hæð, svo og aðgang að salerni niðri í kjallara.
Árið 1943 keyptu þau svo nýbyggt hús á Hólmavík, sem er nú Brunn-
gata 3. Í húsinu voru þrjú herbergi og eldhús. Eitt herbergið var leigt sjó-
mönnum og Valdís minnist þess að oft voru margir skór á ganginum þegar
félagarnir sem stunduðu sjóinn komu í heimsókn. Ekkert þvottahús var
komið og þurfti Þuríður að bera allan þvott upp í Ormshús til að þvo
hann þar.
Þann 7. apríl 1945 varð slys á
stóru bryggjunni á Hólmavík þegar
bifreið sem Ragnar ók fór þar í sjó-
inn. Þennan dag var bæði rigning og
rok, auk þess sem unnið var í aðgerð
á bryggjunni. Slor og bleyta gerðu
það því að verkum að bryggjan var
fljúgandi hál og bíllinn lét ekki að
stjórn og skautaði bara áfram þegar
bremsað var. Auk þess var þá mjög
lágt borð á bryggjukantinum og var
hann því engin fyrirstaða. Bíllinn
rann því fram af bryggjunni. Inni í bílnum með Ragnari var Hrólfur Guð-
mundsson mágur hans, þá tæplega 12 ára gamall, en þrír aðrir sem höfðu
staðið á palli fóru auk þess með bifreiðinni í sjóinn. Ragnar og Hrólfur
fóru með bifreiðinni alveg niður á botn, en þarna er um sjö metra dýpi.
Það sem réði eflaust miklu um að þeir björguðust var að glugginn hjá
Ragnari var ekki alveg lokaður og gerði honum því mögulegt að opna
hurðina þegar sjórinn hafði flætti inn og náði hann að kippa Hrólfi með
sér út úr bílnum. Þegar þeim skaut upp á yfirborðið voru m.a. tveir mágar
Vörubifreið Kaupfélags Steingríms-
fjarðar, sem um er getið í frásögn.