Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 166

Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 166
165 eitt er víst, að sem betur fer urðu ekki slys við jakaferðirnar, utan kannski að blotna smávegis ef vaða þurfti til lands. Klukkan 17 hófst svo síðasti kennslutími dagsins, sem stóð venjulega í 45 mínútur, síðan var gólfið í skólastofunni þvegið af tveimur skólabörnum í senn. Bæði börnin í heima- vistinni og Borðeyrarbörnin skiptust á að þvo gólfið. Kvöldmaturinn var síðan borðaður en Borðeyrarbörnin voru þá farin heim til sín. Þá var frjáls tími um stund, sem hægt var að nota meðal annars til að lesa bækur, hlusta á músík úr útvarpi eða af segul- bandi, spila á spil og svo framvegis. Og auðvitað var þá líka tími til að lesa í námsbókunum. Ánægjulegt var þegar skólinn fékk að kaupa kvikmyndasýningarvél og var hún töluvert mikið notuð áður en sjónvarpið kom til sögunnar. Kvikmyndir voru fengnar að láni frá Fræðslumyndasafni ríkisins og Upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna og fleiri aðilum okkur að kostnaðarlausu. Strandarútan flutti þær til okkar og frá og reynt var að haga því þannig að við hefðum sem oftast myndir til að sýna. Eftir að íslenska sjónvarpið fór að sjást var kvikmyndavélin lítið notuð. Að sjálfsögðu fengu Borðeyrar- börnin að koma og taka þátt í því sem í boði var í skólanum á kvöldin með hinum börnunum sem þar dvöldu. Breyttir tímar Svo kom að því að heimavistin var lögð niður og farið var að keyra börnin í skólann og þá aðra deildina í einu og oftast skipt um deildir hálfsmánaðar- lega. Jóhannes Jónsson frá Skálholtsvík keypti skólabíl og var ráðinn til að aka börnunum í þeim bíl. Sótti hann börnin sem áttu heima utan Borð- eyrar, en innan Borðeyrar annaðist Sigurður Jónsson frá Melum aksturinn í skólann. Svo var byggður nýr skóli, sem flutt var í 1975. Hann stendur uppi á hæðinni fyrir ofan staðinn, rúmgóður og bjartur. Þá lagðist kennslan af í gamla skólanum. Við það breyttist margt en þó ekki allt. Ennþá fengu börnin heitan, góðan mat í skólanum og enn var þeim ekið til og frá skóla. Nemendur skólans sóttu í að leika sér í fjörunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.