Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 166
165
eitt er víst, að sem betur fer urðu ekki slys við
jakaferðirnar, utan kannski að blotna smávegis
ef vaða þurfti til lands.
Klukkan 17 hófst svo síðasti kennslutími
dagsins, sem stóð venjulega í 45 mínútur, síðan
var gólfið í skólastofunni þvegið af tveimur
skólabörnum í senn. Bæði börnin í heima-
vistinni og Borðeyrarbörnin skiptust á að þvo
gólfið. Kvöldmaturinn var síðan borðaður en
Borðeyrarbörnin voru þá farin heim til sín. Þá
var frjáls tími um stund, sem hægt var að nota
meðal annars til að lesa bækur, hlusta á músík úr útvarpi eða af segul-
bandi, spila á spil og svo framvegis. Og auðvitað var þá líka tími til að lesa
í námsbókunum.
Ánægjulegt var þegar skólinn fékk að kaupa kvikmyndasýningarvél
og var hún töluvert mikið notuð áður en sjónvarpið kom til sögunnar.
Kvikmyndir voru fengnar að láni frá Fræðslumyndasafni ríkisins og Upp-
lýsingaþjónustu Bandaríkjanna og fleiri aðilum okkur að kostnaðarlausu.
Strandarútan flutti þær til okkar og frá og reynt var að haga því þannig
að við hefðum sem oftast myndir til að sýna. Eftir að íslenska sjónvarpið
fór að sjást var kvikmyndavélin lítið notuð. Að sjálfsögðu fengu Borðeyrar-
börnin að koma og taka þátt í því sem í boði var í skólanum á kvöldin með
hinum börnunum sem þar dvöldu.
Breyttir tímar
Svo kom að því að heimavistin var lögð niður og farið var að keyra börnin í
skólann og þá aðra deildina í einu og oftast skipt um deildir hálfsmánaðar-
lega. Jóhannes Jónsson frá Skálholtsvík keypti skólabíl og var ráðinn til að
aka börnunum í þeim bíl. Sótti hann börnin sem áttu heima utan Borð-
eyrar, en innan Borðeyrar annaðist Sigurður Jónsson frá Melum aksturinn
í skólann.
Svo var byggður nýr skóli, sem flutt var í 1975. Hann stendur uppi á
hæðinni fyrir ofan staðinn, rúmgóður og bjartur. Þá lagðist kennslan af
í gamla skólanum. Við það breyttist margt en þó ekki allt. Ennþá fengu
börnin heitan, góðan mat í skólanum og enn var þeim ekið til og frá skóla.
Nemendur skólans sóttu í
að leika sér í fjörunni.