Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 170

Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 170
169 Hreðavatni og horft yfir í Stafholtstungurnar en þar til vinstri sést heim að Varmalandsskóla. Brátt var komið að Svignaskarði, en þar skammt frá blasir við talsverður greniskógur, sem gott er að stansa í. En áfram skal haldið fram hjá Galtarholti, niður undir Eskiholt og þar beygt til vinstri. Innan skamms er komið að Ferjukoti við Hvítá og þá haldið yfir Hvítár- brúna fram hjá Hvítárvöllum og síðan sem leið liggur inn í Lundarreykja- dalinn. Hann var síðan ekinn alla leið inn á Uxahryggjaleið en þar beygt til hægri og ekið áfram fram hjá Ármannsfelli niður í Þingvallasveit. Þaðan liggur svo nýr vegur austur að Laugarvatni, en þar er þekkt skólasetur, menntaskóli og grunnskóli auk fleiri skóla. Áður fyrr voru þar héraðsskóli, íþróttakennaraskóli, húsmæðraskóli og ef til vill fleiri skólar. Þar er líka heitur hver úti í vatninu eða við það og þar er gott gufubað. Ákveðið var að við gistum í grunnskólanum, en það er lítill, snotur skóli. Það var hann að minnsta kosti þegar ég heimsótti hann fyrir alllöngu síðan. Ekki veit ég hvort kennt er enn í því húsi eða hvort skólinn hafi verið sameinaður öðrum skóla í Árnessýslu. Okkur var vel tekið af skólastjóra skólans, Guð- mundi Valtýssyni, og áttum við þar indæla nótt í nýlegu og björtu húsi. Morguninn eftir var svo lagt af stað heimleiðis. Ekið var aftur á Þingvöll og síðan Mosfellsheiðina, uns beygt var til hægri og ekið ofan í Kjósina og Hvalfjörðinn. Síðan ekið sem leið lá inn með firðinum og stansað af og til, svo sem við Staupastein og hjá Hvalstöðinni. Þar stóð veitingaskáli, sem gott var að stansa hjá og fá sér einhverja hressingu og ekki síður að komast á salerni. Fjallið Þyrill gnæfir þarna yfir og úti á firðinum er Harðar hólmi og fleiri sögufræg kennileiti. Ekki er þó hægt að stansa víða. Við Ferstiklu getur á vinstri hönd að líta Saurbæjarkirkju, kirkju Hallgríms Péturssonar sálmaskálds, en þar er talið að hann hafi ort Passíusálmana. En nú skal haldið áfram og innan stundar blasir Hafnarfjallið við og þá er stutt að Hvanneyri og Hvítá og þá vorum við innan ekki mjög langs tíma komin heim í Hrútafjörðinn. Fimmta ferðin var farin á Snæfellsnesið sunnanvert til að byrja með. Farið var framhjá Arnarstapa, Hellnum, Lóndröngum og Öndverðanesi og síðan sem leið lá að Hellissandi. Þaðan var ekið fyrir Ólafsvíkurennið til Ólafsvíkur, en þar áttum við gistingu vísa í grunnskólanum. Veðrið var mjög gott, sól og blíða. Reyndar var komið fram í júnímánuð og eftir að búið var að borða voru sum elstu börnin ekki tilbúin að sofna strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.