Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 20

Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 20
20 „Mjög sjaldan búmmað“ Menn urðu að vera mjög samtaka og samhentir í þessari aðgerð til þess að allt heppnaðist sem best svo að síldartorfan tapaðist ekki út úr nótinni eða undir hana. Köstin voru misstór, allt frá slatta, 10–15 tunnur, upp í 200–300 tunnur. Mjög sjaldan var „búmmað“ en það þýddi að engin síld náðist, og nótin var þá dregin sem hraðast aftur upp í Héðin. Þegar tekin var síld úr nótalás var notuð úrkastsnót sem var lítil og henni kastað úr Gunnu inn í lásinn. Ég man að Mummi sagði að úrkastsnótin ætti ekki að koma upp með meira en 40–60 tunnur sem passaði í Héðin. Þrengt var að síldinni og henni ausið (háfað) upp í Héðin af tveimur mönnum með stálnetskörfu á milli sín þannig að sjórinn rann strax úr körfunni áður en yfir borðstokkinn kom. Þegar leið á sumarið gerðist það æ oftar að sprettharður gæðafiskur slæddist í nótina og varð þá oft harður atgangur því hann vildi stökkva yfir korkateininn. Eitt sinn man ég að Jónas stakk sér á eftir slíkum flóttafiskum en bar lítið úr býtum nema að verða sjóblautur þótt sprettharður sundmaður væri sjálfur. Veiðisvæðin í firðinum náðu frá Drangsnesi og inn í botn og út fyrir Hólmavík að sunnanverðu. Veiðistaðir sem kastað var á voru aðallega víkur svo sem Skeljavík, Hólmavík milli Sandskers og bryggju, Vallnesvík, innan við Innri-Ós undir Fellabökunum, út af og innan við Grænanes, hjá Bassastöðum, milli Sandness og beygjunnar upp á Bjarnarfjarðarháls áður en vegurinn kom þar á milli, innan við Reykjanesið þar sem heitir Paradís, Hveravík og kringum Hamarsbælið. Samkeppni við Einar Hansen Samkeppnisaðilinn (konkurransen) þetta sumar var Einar Hansen, norskur sómamaður sem flust hafði til Hólmavíkur ungur en náði aldrei fullu taki á íslenskunni, og „Dengsi minn“, sonur hans. Skemmtilegu atvikin tengdust yfirleitt samkeppninni við þá feðga og verður nú greint frá nokkrum. Eitt sinn erum við að koma innan úr firði með Héðin fullan af síld til löndunar á Hólmavík. Á slíku stími voru yfirleitt allir á útkíkki eftir síld og er við komum að Vallnesvíkinni sjáum við Einar Hansen handan fjarðar við Sandnes á leið inn fjörðinn. Trúlega hefur eitthvað truflað okkur eða glampinn á sjónum ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.