Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 77
77
„Hvað er hórdomslegt viðmót? Allrahanda útvortis merki, sem
auglýsa það óskamfeilna hjarta, hvert sem heldur er augna eða
andlits bragð, líkams ósæmi leg opinberan, klæðadragt ósæmileg,
lauslætis kossar, dansar, vikivakar og þessháttar.“ Ponti, Hólum
1781, p. 65, sbr. p. 67.116
18. ágúst. Af stað frá Reykjarfirði kl. 2½. Besta veður, albjart,
fallegt við fjörðinn. Að sunnanverðu Kambarnir,117 þverhnípt egg
að ofan með nálarodd um upp úr, svo Veiðleysuháls, Háafell með
stórum botnum118 og þverhníptum hömrum og Strýta austar. Að
norðan yst Örkin, svo Sætrafjall, þá háls sem far inn er yfir að
Árnesi.119
Komum við á bænum Reykjarfirði eftir að hafa farið fram hjá
bænum Kjós. Í Reykjarfirði fallegt, fjöll tignarleg og mjög grænt
upp eftir að snjó. Þar býr Friðrik nokkur beykir og dóttir
Thorarensens.120 Thorarensen fylgdi okkur frá kaupstaðnum
dálítinn spöl. – Fyrir utan Reykjarfjarðarbæ dálítið trachyt, gangur
af trachyt,121 og þar líka basaltgangur. Utar, út undir Naustavík,122
tölu vert trachyt í fjallinu og eflaust víðar. Líka segir Ögmundur
Sigurðsson að trachyt-blettur sé fyrir utan kaupstað að sunnan-
verðu, miðja vegu út að Kömb um.
Slæmur vegur út undir Naustavík en þó versnar stórum þar fyrir
utan. Sætrafjall hrikalegt fyrir ofan, þverhníptar hamrasyllur beint
upp ein 1000 fet. Fyrir utan Naustavík fyrst yfir höfða,123 svo vík,124
116 Þorvaldur hefur fært þessa klausu inn í bókina áður en hann ritar færslu fyrir 17.
ágúst og hefur hún því áreiðanlega ekkert með dvöl hans á Kúvíkum að gera.
„Ponti“ (Pontoppidan, Erik (1781)), barnalærdómskver kennt við höfundinn,
síðast gefið út á Hólum 1781.
117 Heitir Kambur, í eintölu.
118 Hér er líklega átt við Háafellsdal.
119 Göngumannaskörð og Naustvíkurskörð.
120 Friðrik Söebeck og kona hans, Karólína Fabína Jakobsdóttir Thorarensen. Þau
bjuggu í Reykjarfirði frá 1883 (Jón Guðnason (1955), bls. 462–463). Þórbergur
Þórðarson getur um heimsókn sína í Reykjarfjörð í Íslenskum aðli og er honum
Karólína Fabína sérstaklega minn isstæð.
121 Á hér líklega við Hrafnabjörg sem er þykkur líparítgangur og hefur verið sprengt
úr honum fyrir akveginum.
122 Nefnist Naustvík. Hér getur Þorvaldur átt við bæinn Naustvík eða samnefnda vík
niður af bænum.
123 Naustvíkurhöfði.
124 Ytri-Naustvík.