Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 110

Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 110
110 Fórum frá Reykjarfirði kl. 12½ í rigningu og svartri þoku. Fórum skriður mjög tæpar út að Sigluvík. Þar fyrir ofan terrassmyndun. Sást ekkert frá sér á Sigluvíkurhálsinum. Riðum inn í Skjaldabjarnarvík, komum ei við, svo upp Sunndal og yfir Hjarandaskarð. Illt að fara það niður að sunnan, aur og slapp á kafla, enda er þar mjög bratt; fengum fjöru í Bjarnarfjörð. Hann er mjög grunn ur að innan, eintómar fjörur og eyrar er áin rennur eftir, riðum frá norðurland inu af eyri á Langanes og var í kvið. Benedikt bóndi í Reykjarfirði var með okkur og skildi þar við okkur. Fengum síðan betri veg út með firðinum af því við gátum þrætt fjöruræmuna nema yfir klifjanes324 utarlega við hann. Riðum svo sem leið liggur að Dröngum og komum þar klukkan tæplega átta um kvöldið, allir holdvotir af sífelldri rigningu allan daginn er aldrei stytti upp. Á Dröngum hafði þokan ekki náð nema ofarlega í mið fjöll, norðar var þokan niður í sjó. 1. september. Þurrt um morguninn, þó dimmur, fremur kalt og hefir snjóað niður í mið fjöll. – Einu sinni var kastað í sjóinn í Grímsey við Steingrímsfjörð haus af höfuðsóttarhrút og hann kom næsta dag upp úr hákarli á Gjögri. Guð mundur325 á Dröngum segist einu sinni hafa fengið upp úr hákarli torfu sem hann hafði yfir beitutunnu og kastaði út, hann snaraði henni út aftur og þá kom hún upp úr öðrum. Hákarlar eta meðan í þá kemst en stundum eru þeir alveg tómir eða með þangblöðum og ormarusli. Beinhákarlar sjást hér oft en eru ei veiddir. Þegar jagtir326 eru farnar að skera niður er ei lengur hægt að fá hákarl á opin skip. – Munnmæli hér að Jón bóndi á Dröngum gaf jörðina Vatnsfjarðar kirkju fyrir sálu sinni, dó og var fluttur yfir jökul.327 Gerði þá svo mikið illviðri að skilja varð eftir líkið en þeir skáru þá af hausinn, fluttu til Vatnsfjarðar og jörðuðu þar en hitt skildu þeir eftir. – Halianthus peploides mjög algengur við sjó hér á Ströndum, oft alþakin fjaran. 324 Þetta er greinilega ekki örnefni heldur er Þorvaldur að lýsa því að ekki er fært með fjörunni alla leið heldur verður að fara upp á Kleifarnar. 325 Guðmundur Pétursson. 326 Þilskip. 327 Hér er gert ráð fyrir að farin hafi verið sú leið sem seinna á öldum var kölluð að fara „Jök ul“. Þá var farið fram Meyjardal og yfir suðursporðinn á Drangajökli og ofan í Skjaldfannardal.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.