Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 54

Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 54
54 mannbær“. Auðvitað var þetta stríðni en það var satt, trillan var ekki stór en hins vegar var hún ákaflega ganggóð og komst furðuhratt þrátt fyrir litla vél sem hafði þann leiða sið að drepa á sér ef gefið var í botn. Ef slíkt gerðist gat orðið erfitt að koma vélinni aftur í gang og tók það oft drjúgan tíma. Á þessari litlu trillu annaðist Jóhannes nær alla aðdrætti til skólans. Ég tók þátt í þeirri vinnu þennan Strandavetur minn. Við hjálpuðumst að við að ýta á flot og setja skipið. Jóhannes var skipstjóri og sat við stýrið, sjómennsku vanur, uppalinn við sjó og á sjó. Ég var hásetinn, hafði hönd á dælunni og reyndi eftir bestu getu að halda vélinni gangandi. Ég kunni ekkert til verka á sjó, það eina sem ég gat talið mér til gildis þar var að ég fann ekki til sjóveiki, svo hafði ég ekki vit á því að vera sjóhræddur. Ég treysti kallinum í brúnni og það átti líka eftir að sýna sig að hann var traustsins verður. Á öskudaginn 1951 var frí í skólanum eins og venja er og var í skólum á þessum degi. Veðrið var gott og farið að ganga á vistaforðann svo Jóhannes ákvað að fara skyldi í kaupstað. Við röltum í góða veðrinu niður á Finnbogastaðasandinn og ýttum úr vör. Tvær aðrar trillur úr Víkinni fóru til Norðurfjarðar þennan dag. Úr Víkinni til Norðurfjarðar var um tvær leiðir að velja. Grunnleið sem var skerjótt og því varasöm ef ekki var alveg sléttur sjór. Hin leiðin var Djúpleiðin. Þá var stefnan tekin við endann á Árneseynni um djúpt sund milli hennar og skers sem var vel sýnilegt ef sjór var kyrr. Þegar komið var fram hjá Eynni tók fjörðurinn við, þá var stutt á úthafið og ef eitthvað kulaði, lagði ölduna fljótt inn þótt sléttur sjór væri innan við Árneseyna. Við fórum venjulega Djúpleiðina og eins gerðum við í þetta sinn. Á Norðurfirði tók Jóhannes út í kaupfélaginu þær vörur sem vantaði til skólans en skjótt skipast veður í lofti. Það syrti að og hvessti og öldurnar fóru að lyfta sér úti á firðinum. Jóhannes gáði til veðurs og mat aðstæður. Lítið var sagt. Við gripum þrjá kartöflupoka til kjölfestu, leystum festar og lögðum frá. Hinir trilluformennirnir úr Víkinni treystu landfestar skipa sinna og héldu gangandi heimleiðis. Við höfðum storminn á eftir og okkur skilaði vel á lensinu en samt urðum við of seinir. Það brimaði við sker og strendur og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.