Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 78
78
þá kleif utan í hamranesi, hún ein hin versta er eg hefi farið yfir;125
efst í snarbröttum skriðum, svo örstutt aðalkleifin skarð niður að
sjó, klappaklungur hrikaleg, varð að taka ofan og bera farangur
og þó lífshætta fyrir hestana, stundum með afturlappir vegandi
salt í lausu lofti. Þar fyrir utan alla hlíðina126 að Kervogi127 versti
vegur, eintóm klif, klappir, svaðar, kolmórauð gil, hamrar og
skriður. Maður heyrir fossfallið í giljunum rétt fyrir ofan höfuð
sér og heyrir í steinunum dettandi nú eftir rign ingarnar.
Með sjó frá Kervogi að Gjögri. Þar verstöð mikil, einkum fyrir
hákarl á vetrum, sjóbúðir með loftum líkt og baðstofur, sofið og
etið uppi, niðri geymd veiðarfæri. – Hákarlaveiði við Gjögur
janúar til byrjun apríl (14. apríl). Þar ganga til þeirrar veiðar 10–
11 skip og 9–11 manns á hverju. – Fremur léleg bygging á Gjögri.
Riðum þaðan út með nesi út á Djúphlein128 og inn með því að
norðan. Komum í Akravík129 og sáum laug. Nesið allt130 er terrass
og brim barið stórgrýti suðaustur af Reykjanesbæ;131 roksandur,
ægisandur í bökkun um132 út af Gjögri. – Komum kl. 9½ að
Reykjanesi, vorum þar um nóttina hjá systkinum, ekkju Guðbjörgu
og kafteini133 – ágætlega tekið.
125 Sætrakleif.
126 Hlíðin heitir einu nafni Kjörvogshlíð.
127 Nú ávallt nefndur Kjörvogur en nafnið kemur fyrir í ýmsum myndum í eldri
heimildum.
128 Hér á Þorvaldur við Djúpuhlein sem er næstysti tanginn á norðurströnd Reykjar-
fjarðar. Yst ur er Illuvíkurnef og þar beygir ströndin.
129 Heitir réttu nafni Akurvík.
130 Nefnist í heild Reykjanes.
131 Hér er greinilega átt við stóra steina sem eru undir Reykjanesbjörgunum austan
megin.
132 Hér er átt við svonefnda Hvítsanda.
133 Guðbjörg Jörundsdóttir, ekkja frá 1882, bjó á Reykjanesi til 1909 (Jón Guðnason
(1955), bls. 480). Bróðir hennar, Jón Jörundsson, „kafteinninn“ eins og Þorvald-
ur kallar hann, var ráðsmaður á Reykjanesi þegar þetta var en hafði verið skip-
stjóri á þilskipum. Þorvaldur segir í Minningabókinni (2. b., bls. 101) að Jón hafi
verið hákarlaformaður. Afkomendur hans segja að hann hafi verið skipstjóri á
þilskipi hjá Jakob Thorarensen, kaupmanni á Kúvíkum, bæði á hákarlaveiðum og
fiskveiðum. Hann var einnig hákarlaformaður á opnum bátum frá Gjögri.