Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 94

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 94
94 geymd í snjó til vorsins. – Timburflór er hér í húsum, spýta lögð við spýtu. 25. ágúst. Barometrið fallið mjög og sama illviðrið. Við sváfum í skemmu hér í nótt. Hér á Ströndum er allt með gamla laginu, manni er boðið í skemmu eins og fyrr var. Við fengum rúsínuvelling í kveldverð (líka gamall siður) og hékk grútarlampi af gamla laginu yfir borðum. Á þeim hefi eg ekki séð kveikt síðan eg var barn. Hornbjarg er almenningur og fara menn þangað langt innan úr sveitum, jafnvel úr Trékyllisvík, einkum á vorin þegar fer að harðna í ári. Þó hefir verið mælt út af bjarginu dálítið stykki handa nýbýlinu í Látravík. Fuglastengur hefi eg séð á leiðinni með skíði framan á og snöru þar í. – Leigukvígildi eru hér hvergi (?) á jörðum nema í Reykjarfirði, mest því að kenna að býli hér öll hafa á víxl verið í eyði og byggð svo ekki er hægt að hafa slíkt í lagi. Fjörubeit hér góð á vetrum en flæðir stundum. Árið 1884 (?) flæddi allt féð hér í Reykjar firði, hver skepna. Benedikt skar sauð fimm vetra með tvo fjórðunga mörs og níu fjórðunga falli. Hér norður um oft bestu sauðir með átta til níu fjórðunga falli. Kirkjuból með Sæbóli er landssjóðsjörð en bændur hér hafa það með fyrir 6 kr. eftirgjald. Menn róa hér til fiskjar sumir norður á Horni. Bændur eru hér tveir, Jakob235 og Benedikt Hermannsson. Fór frá Reykjarfirði kl. 11 og fylgdi Benedikt mér. Yst í dalnum fyrir ofan bæinn margar klappir yfrum en lægra fyrir ofan. Reykjarfjarðarháls yfir að Þaralátursfirði lágur og á honum alls staðar ísnúnar klappir og ísborin björg. – Fyrir nokkru rak í Hælavík236 bambus níu álna langan. – Þoka og rigning var á leiðinni. Þaralátursfjarðarundirlendið allmikið og þónokkuð breitt og kvíslast áin237 um það í ótal bugðum og eru flestar eyrarnar graslausar, þó gras á sum um. Út með að norðan er býli238 235 Jakob Hagalínsson, bóndi og húsmaður í Reykjarfirði 1884–1894 (Lýður Björnsson (1992), bls. 92). 236 Hér átt við Hælavík í Sléttuhreppi. Þorvaldur ritar [H]e[l]jar- ofanlínu eins og til minnis eða hann hafi ætlað að breyta orðmyndinni. 237 Þaralátursós. 238 Þaralátursfjörður. Búseta hefur því lagst af 1885 en hún hófst aftur 1887 og var búið þar nær samfellt til 1946.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.