Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 32
32
1.
Árið 1917 flytja þau Guðmundur og Vigdís að Bæ og eiga þar
heimili til 1923 að þau flytjast til Hólmavíkur. Og þá hefst fyrsta
vitneskja Selstrendinga um húsagang við Húnaflóa, svona eins
og þegar Jesús gekk á vatninu. En svo segir Óli E. Björnsson
í Hólmavíkurbók sinni: „Guðmundur Magnússon vitavörður
í Grímsey, (kona Vigdís Guðmundsdóttir) stundum kallaður
matsmaður, slefaði húsinu úr Grímsey á Steingrímsfirði 1923
(P.J.).“2 Hvort þarna er húsið Glaumbær í Grímsey veit ég ekki,
en víst er að upp frá því hét húsið Glaumbær á Hólmavík.
2.
Árni Andrésson og Þuríður Guðmundsdóttir fluttu árið 1924 frá
Bæ að Drangsnesi, þar sem Árni hafði reist þeim lítið timburhús
rétt fyrir innan Forvaðann. Árið 1929 dregur enn til tíðinda
þegar Árni kaupir þriðjung úr Gautshamri, dregur þangað hús
sitt og hýbýli og venslamenn ýmsa. Hefst þar síðan nærri tveggja
áratuga harvítugt dauðastríð milli Drangsness og Hamarsbælis,
sem varð vinsælt vegna landkosta og að ýmsu leyti heppilegri
hafnarskilyrða. Endaði sú barátta eiginlega með falli beggja
stríðsaðila um sinn, en hefur nú nánast sameinað svæðið til
nýtingar lands- og sjávargæða. Verður sú saga ekki rakin nánar
hér, en nýlega barst mér í hendur dýrgripur af ljósmynd að vera,
af þessu húsi, þar sem það stendur eitt og yfirgefið, fyrir ofan
steinana Gosa og Litla-Gosa, í landi Gautshamars.3
3.
Uppgangurinn í Hamarsbæli dró fljótlega til sín menn í
atvinnuleit víða að og meðal þeirra var Matthías Aðalsteinsson,
sem reisti sér íbúðarhús í Bælinu, líklega 1930. Minni mitt rekur
ekki til þess að ég viti hvar það stóð, né hef ég fundið ummerki
þar um þótt síðar hafi reynt.
Þegar vonir Matthíasar um næga atvinnu þar brugðust flutti
hann sig og sína til Hólmavíkur, þar á meðal húsið. Það hefur
gerst vorið 1932 að Hólmvíkingar sáu að hús eitt kom siglandi inn
2 Hólmavíkurbók, bls. 277.
3 Strandapósturinn, 21. árg., bls. 111 og áfr.