Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 32

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 32
32 1. Árið 1917 flytja þau Guðmundur og Vigdís að Bæ og eiga þar heimili til 1923 að þau flytjast til Hólmavíkur. Og þá hefst fyrsta vitneskja Selstrendinga um húsagang við Húnaflóa, svona eins og þegar Jesús gekk á vatninu. En svo segir Óli E. Björnsson í Hólmavíkurbók sinni: „Guðmundur Magnússon vitavörður í Grímsey, (kona Vigdís Guðmundsdóttir) stundum kallaður matsmaður, slefaði húsinu úr Grímsey á Steingrímsfirði 1923 (P.J.).“2 Hvort þarna er húsið Glaumbær í Grímsey veit ég ekki, en víst er að upp frá því hét húsið Glaumbær á Hólmavík. 2. Árni Andrésson og Þuríður Guðmundsdóttir fluttu árið 1924 frá Bæ að Drangsnesi, þar sem Árni hafði reist þeim lítið timburhús rétt fyrir innan Forvaðann. Árið 1929 dregur enn til tíðinda þegar Árni kaupir þriðjung úr Gautshamri, dregur þangað hús sitt og hýbýli og venslamenn ýmsa. Hefst þar síðan nærri tveggja áratuga harvítugt dauðastríð milli Drangsness og Hamarsbælis, sem varð vinsælt vegna landkosta og að ýmsu leyti heppilegri hafnarskilyrða. Endaði sú barátta eiginlega með falli beggja stríðsaðila um sinn, en hefur nú nánast sameinað svæðið til nýtingar lands- og sjávargæða. Verður sú saga ekki rakin nánar hér, en nýlega barst mér í hendur dýrgripur af ljósmynd að vera, af þessu húsi, þar sem það stendur eitt og yfirgefið, fyrir ofan steinana Gosa og Litla-Gosa, í landi Gautshamars.3 3. Uppgangurinn í Hamarsbæli dró fljótlega til sín menn í atvinnuleit víða að og meðal þeirra var Matthías Aðalsteinsson, sem reisti sér íbúðarhús í Bælinu, líklega 1930. Minni mitt rekur ekki til þess að ég viti hvar það stóð, né hef ég fundið ummerki þar um þótt síðar hafi reynt. Þegar vonir Matthíasar um næga atvinnu þar brugðust flutti hann sig og sína til Hólmavíkur, þar á meðal húsið. Það hefur gerst vorið 1932 að Hólmvíkingar sáu að hús eitt kom siglandi inn 2 Hólmavíkurbók, bls. 277. 3 Strandapósturinn, 21. árg., bls. 111 og áfr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.