Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 108

Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 108
108 Bjarnarnesi og Kristján í Helli315 eru hér um pláss hinir einu er lesa nýjari rit og eru framfaramenn ásamt Stíg gamla á Horni. – Fór yfir Smiðjuvíkurháls, vondur vegur og mikill snjór og sama þok an, síðan niður í Barðsvík. Þar er nokkuð upp af bænum menjar malarkambs óglöggar, hnöttóttir steinar. Öll þessi vík eins og Bolungarvík reifuð í grasi og ágætar engjar. Fórum yfir Barðsvíkurskörð og gekk nú fljótar og betur en áður enda var minni snjór en svarta þoka og leiðbeindi Jón Guðmundsson oss ágæt lega. Komum til Bærings316 og vorum þar um nóttina. 29. ágúst. Versta illviðri, bálhvasst og stórrigning. Þegar við ætluðum Barðs víkurskörð höfðu menn verið þar að gera vegabætur, hlaðið nokkrar vörður. Ein var fallin sama daginn og ruðningurinn líktist engu, pæld upp mold og tek inn upp steinn á stöku stað nærri til hins verra. Hér á Hornströndum er lítið far ið á hestum og óvíða hnakkar, kvensöðlar eru aðeins tveir til, í Reykjarfirði og Furufirði. Þegar illa viðrar eru menn sums staðar viku í ferð að fara til kirkju. Var hér við húslestur, sungið og lesið. – Surtarbrandsmola kvað áin í Þara látursfirði hafa borið niður. Í Rytnum kvað vera nokkur svartfugl, er þar gengið í hillur í bjarginu og sigið úr þeim. Ofsaveður og stórrigning allan daginn, ófært veður, ekki hundi út sigandi, svo við neyddumst til að vera um kyrrt. Jón Guðmundsson gat heldur ekki komist heimleiðis. Hér um slóðir fiskað mikið af skötu og hún sést hér alls staðar í hjöllum. Nú eyðileggst allt fiskæti af rigningum. Sprökur eru veiddar hér á lóðir sem kallaðar eru haukalóðir. Útróðrar nokkrir frá Horni, helst af mönnum hér úr víkunum, þó ei meira en fjögur til fimm skip.317 – Í Höfn kvað enn þá sjást til leiða í hinum vígða reiti er Olavius318 nefnir. 315 Hér er úr vöndu að ráða en tveir koma til greina. Annars vegar Kristján Jónsson, sem þá bjó á Kollsá, hins vegar Kristján Þórðarson sem bjó í Bolungarvík á Strönd- um til 1881 en fluttist þá í Álftafjörð við Djúp. Hann var sonur Þórðar Magnússonar alþingismanns. (Lýður Björns son (1992).) Hinn seinni er líklegri. Hellir er ekki þekkt bæjarnafn í Grunnavíkurhreppi eða Aðalvíkursveit. 316 Bæringur Vagnsson. 317 Útróðrar voru stundaðir frá Horni fram á 20. öld og sést enn móta fyrir all- nokkrum verbúð um. 318 Ólafur Olavius (1964), bls. 167.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.