Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 108
108
Bjarnarnesi og Kristján í Helli315 eru hér um pláss hinir einu er
lesa nýjari rit og eru framfaramenn ásamt Stíg gamla á Horni. –
Fór yfir Smiðjuvíkurháls, vondur vegur og mikill snjór og sama
þok an, síðan niður í Barðsvík. Þar er nokkuð upp af bænum
menjar malarkambs óglöggar, hnöttóttir steinar. Öll þessi vík eins
og Bolungarvík reifuð í grasi og ágætar engjar. Fórum yfir
Barðsvíkurskörð og gekk nú fljótar og betur en áður enda var
minni snjór en svarta þoka og leiðbeindi Jón Guðmundsson oss
ágæt lega. Komum til Bærings316 og vorum þar um nóttina.
29. ágúst. Versta illviðri, bálhvasst og stórrigning. Þegar við
ætluðum Barðs víkurskörð höfðu menn verið þar að gera
vegabætur, hlaðið nokkrar vörður. Ein var fallin sama daginn og
ruðningurinn líktist engu, pæld upp mold og tek inn upp steinn
á stöku stað nærri til hins verra. Hér á Hornströndum er lítið
far ið á hestum og óvíða hnakkar, kvensöðlar eru aðeins tveir
til, í Reykjarfirði og Furufirði. Þegar illa viðrar eru menn sums
staðar viku í ferð að fara til kirkju. Var hér við húslestur, sungið
og lesið. – Surtarbrandsmola kvað áin í Þara látursfirði hafa borið
niður. Í Rytnum kvað vera nokkur svartfugl, er þar gengið í
hillur í bjarginu og sigið úr þeim.
Ofsaveður og stórrigning allan daginn, ófært veður, ekki hundi
út sigandi, svo við neyddumst til að vera um kyrrt. Jón
Guðmundsson gat heldur ekki komist heimleiðis. Hér um slóðir
fiskað mikið af skötu og hún sést hér alls staðar í hjöllum. Nú
eyðileggst allt fiskæti af rigningum. Sprökur eru veiddar hér á
lóðir sem kallaðar eru haukalóðir. Útróðrar nokkrir frá Horni,
helst af mönnum hér úr víkunum, þó ei meira en fjögur til fimm
skip.317 – Í Höfn kvað enn þá sjást til leiða í hinum vígða reiti er
Olavius318 nefnir.
315 Hér er úr vöndu að ráða en tveir koma til greina. Annars vegar Kristján Jónsson,
sem þá bjó á Kollsá, hins vegar Kristján Þórðarson sem bjó í Bolungarvík á Strönd-
um til 1881 en fluttist þá í Álftafjörð við Djúp. Hann var sonur Þórðar Magnússonar
alþingismanns. (Lýður Björns son (1992).) Hinn seinni er líklegri. Hellir er ekki
þekkt bæjarnafn í Grunnavíkurhreppi eða Aðalvíkursveit.
316 Bæringur Vagnsson.
317 Útróðrar voru stundaðir frá Horni fram á 20. öld og sést enn móta fyrir all-
nokkrum verbúð um.
318 Ólafur Olavius (1964), bls. 167.