Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 65
65
dalur eða hvilft suður og skiptist um Tröllatungu í tvennt og
heitir austurdalurinn Tungudalur28 en hinn vestri Arn kötludalur.
Fjallahálsarnir beggja megin eru ávalir og lágir, ca. 1000 fet, og
lágur háls milli dalanna og eftir honum Tunguheiði.29 Eystri
dalurinn skerst minna niður, í honum er bærinn Hlíðarsel.
Holt mörg eru milli Húsavíkur og Tungu. Það eru randir
basaltlaganna sem upp standa með hærri rönd mót vestri.
Klappir þessar sýnast ísnúnar, þó ei enn fundið ísrákir. Fjöllin
öll hér ávöl og grasi gróin upp á brúnir. Í eystri dalnum er
surtarbrandurinn og steingjörving arnir rétt við ána, fyrir neðan
foss30 sem er hinn annar frá bænum er nokkuð kveður að. Fast
við bæinn að austanverðu eru gljúfur fyrir sunnan nátthagann
sem heita Bjarnagil.31 Þar fann eg ofarlega í móbergslagi svolítinn
surtar brandsvott, fáa kvisti flata, breccia32 stórgerðari þar ofar.
– Smalastúlka á rauðu pilsi stuttu með gulleitum bekk að
neðan, ljósbláum upphlut, hvítri skyrtu, rautt band um höfuðið
og rauðan hálsklút, á mósvörtum sokkum.33 – Eftir Tungudal
Tunguá,34 kemur saman við Arnkötludalsá og heitir þá Hróá.35
Hallruni er veg ur frá Miðdal niður að Brekku innst í Gilsfirði,
kemur þar saman við Steina dalsheiði.
Eg fór yfir í Arnkötludal. Yfir holt að fara og mýrasund fyrir
utan múlann36 sem gengur milli dalanna.37 Séra Halldór38 fór
28 Heitir fullu nafni Tröllatungudalur.
29 Tunguheiði er stytting á Tröllatunguheiði en hún liggur eftir háfjallinu þar suður
af og suður í Geiradal.
30 Heitir Grýlufoss en fossinn heimri nefnist Gvendarfoss. Enn framar er foss sem
nefnist Dettifoss. Þessi staður er á náttúruminjaskrá vegna steingervinganna.
31 Eftir Bjarnagili rennur Bjarnagilslækur.
32 Hér á Þorvaldur við kubbabergshraun sem ávallt er ofan á setlögunum.
33 Þessi setning kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Í Minningabók Þorvalds
(Þorvaldur Thoroddsen (1923)) er gleggri frásögn. Þar segir á bls. 103: „Í Stein-
grímsfirði sá eg smala stúlku einkennilega en þó snoturlega búna; hún var í stuttu
rauðu pilsi með gulleitum bekk að neðan, á ljósbláum upphlut, hvítri skyrtu með
rautt band um höfuð og rauðan hálsklút og á mó svörtum sokkum.“
34 Hún heitir fullu nafni Tröllatunguá.
35 Þ.e. Hrófá, sbr. síðar Hróberg fyrir Hrófberg.
36 Múli heitir nyrsti hluti Tröllatunguheiðar og þar er ekið upp á heiðina.
37 Á kortum er þessi háls nefndur Tröllatunguháls en við það nafn kannast heima-
menn ekki. Háls þessi hefur ekki neitt eitt nafn en syðsti hluti hans nefnist Hjálp-
arholt og um það lá gatan milli bæjanna. Tröllatunguháls er aftur á móti milli
Húsavíkur og Heiðarbæjar.
38 Halldór Jónsson, prestur í Tröllatungu 1838–1886 (Jón Guðnason (1955), bls.
269).