Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 52

Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 52
52 Trausti Árnason Kaupstaðarferð á öskudaginn 1951 Árið 1950 þann 17. júní fékk skólaárgangurinn minn skírteini sín að loknum prófum í M.A. Stúdentspróf var þá eins og nú aðeins áfangi á misjafnlega langri leið að marki sem flestir kepptu að. Mér var það ljóst að ég myndi ekki geta fjármagnað háskólanám með sumarvinnu einni saman svo ég ákvað að bíða með frekara nám í eitt ár og reyna að safna í sjóð sem gæti dugað mér eitthvað áleiðis á námsbrautinni. Niðurstaðan varð sú að ég sótti um kennarastöðu. Þeirra erinda fór ég á fund Ingimars Jóhannessonar sem þá var fulltrúi á skrifstofu Fræðslumálastjóra. Þar var mér tekið ákaflega vel svo betri fyrirgreiðslu hef ég hvergi fengið þótt víða hafi ég hvatt dyra á langri ævi. Ég lagði allt mitt ráð í hendur Ingimars og innan tveggja daga hafði hann tryggt mér kennarastöðu við Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík. Sumarið leið og um haustið 1950 bjóst ég til ferðar og til vetrardvalar á Finnbogastöðum. Ég hvorki hlakkaði til né kveið fyrir. Ég gerði mér litla grein fyrir því að ég væri að taka að mér vandasamt starf. Ég setti allt mitt traust á Guð og lukkuna – áhyggjur vegna hins ókomna voru mér fjarri. Árið 1950 var samgöngum norður í Árneshrepp þannig háttað að flóabátur annaðist flutninga á fólki og vörum milli hafna. Eftir ýmsar krókaleiðir frá heimili mínu, sem þá var á Sauðárkróki, sté ég um borð í þessa fleytu á Skagaströnd. Báturinn var gamall og farinn að lýjast nokkuð. Ég var ýmsu vanur frá fyrri ferðum með slíkum farkostum milli Skagafjarðarhafna og Eyjafjarðar svo ég naut ferðarinnar þrátt fyrir smá-ágjöf. Ég fór í land á Norðurfirði og þar var mér vísað til vegar. Ekki vil ég reyna að gera því skóna hvernig fólkinu hefur litist á þennan strákstaula sem gekk léttfættur eftir götutroðningunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.